Tuesday, December 19, 2006

Jóla Jóla innkaup


Jæja, í gær þá tók ég mig til og kíkti í kringluna um kvöldmatarleitið í gær. Fór að kaupa jólagjafir.
Það var nú ekki svo mikið af fólki í kringlunni. Margir farnir heim með tóman maga og tómari veski. Það fyrsta sem ég gerði var nú að kaupa skó handa sjálfum mér. Mér tókst víst að rífa sólan af síðustu skónum mínum.
Anyway...
Á mínu heimi er alltaf settur upp óskalisti. Auðveldar fólki að kaupa handa fólki og kemur í veg fyrir að fólk þurfi síðan að skipta gjöfum eftir jólin. Virkar fínt en getur verið soldið leiðinlegt. No suprises you see.
En ég er eiginlega hættur að fara eftir þessum lista. Ég kaupi bara eftir því sem MÉR finnst að þessi skyldmenni mín eigi að eiga. Ég hef alltaf rétt fyrir mér sko!
Jæja ég er búinn með svona helmingin af mínum gjöfum, kominn tími til að klára hinn helminginn, held að ég fari í góða hirðinn eða ótrúlegu búðina.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home