Tuesday, December 12, 2006

Íbúðarlán.

Jæja ég hef aðeins verið að skoða lán til að fjármagna fasteignakaupin mín, ég skoðaði íbúðarlán.is og gerði þar rafrænt greiðslumat. Smkv. því þá er gert ráð fyrir því að ég eyði um 25.000kr á mánuði í að reka einn bíl. og að ég eyði 75.000kr á mánuði í sjálfan mig (föt, mat, sími, klám, etc). Reiknað var út að ég eyði að meðaltali 150K á mánuði(aðrir faktorar líka). Það er kjaftæði, ég eyði nú mun minna en það, þó ég sé að borga bílalán. Ég játa nú að eyði ekki miklu í mat, rafmagn eða hita, hótel mamma sér um það. En ég fer nú ekki nálægt þessum 150K á mánuði. Verð víst að játa að kostnaður minn hefur hækkað eftir að ég byrjaði með Sólveigu, kvennfólk er nú alltaf svo dýrt í rekstri (can´t live with them, can´t shoot them).

Ég held að ég taki lán hjá Landsbankanum. Þeir geta boðið mér ágætislán. Að auki hef ég alltaf verið að reikna með að taka þar lán, þar sem nær öll mín banka viðskipti er við þá.

Ætla svo að fara að gera tilboð í íbúð í þessari viku, ég er að fara soldið varlega í þetta, ekki gott að gera mistök í svo dýru dæmi.

2 Comments:

Blogger Þarfagreinir said...

Já, þessar tekjur eru alltaf reiknaðar ótrúlega hátt - skil ekki alveg af hverju. Einstaklega óraunhæft.

Góð hugmynd annars að kaupa íbúð, það er góð fjárfesting. Mæli með því. Og auðvitað samt að fara varlega eins og þú segir ... fátt verra en að þurfa kannski að lenda í alls konar aukaútgjöldum seinna.

12:44 PM  
Blogger Þarfagreinir said...

Meinti útgjöld en ekki tekjur. Hlýt að hafa verið á krakki þegar ég skrifaði þetta.

2:50 PM  

Post a Comment

<< Home