Thursday, December 28, 2006

Rústun

Jæja ég er að rústa eldhúsinu heima hjá ma og pa. Það á að taka það allt í gegn. Það er búið að rífa allt út úr eldhúsinu, allar innréttingar flísar af gólfi og veggjum og skrapa helling af málningu af veggjunum.
Það víst líka að taka stofuna í gegn líka. Rífa upp allt parketið og taka loftið í gegn líka. Heljarinnar vinna. Ég og brósi verðum örugglega mánuð af þessu helvíti.
Góður tími til að vera að þessu, milli jóla og nýárs um dag við komum, með hamar sleggju, kúst og vél...

1 Comments:

Blogger Sveppi said...

Það má vel vera að það sé metnaðarfyllra að byggja upp heldur en að méla eitthvað en uppbyggingin tekur á taugarnar á meðan það er eitthvað svo svakalega róandi að miða sleggjunni á eitthvað sem lætur undan ;)
Njótið þess!!

6:46 PM  

Post a Comment

<< Home