Thursday, December 21, 2006

Cartoon Network

Jæja ég hef eitt síðustu tveimur kvöldunum í að horfa á Cartoon Network.
Fyrst var Xmen maraþon og svo Batman in the Future maraþon.
Það var bara nokkuð gaman að horfa á þetta. Ágætis svona nostralgía einhvern veginn að horfa á teiknimyndir og leifa sjálfum sér að ganga í smá barndóm. Svo var náttúrulega Johnny Bravo og Dexters Laboratory og Power Puff girls líka.

Já, svo er ég búinn að vera að bjóða í íbúð, það gengur sinn vanaveg held ég bara. Bráðum mun líf mitt enda og ég mun skulda næstu 40 árin. Eins gott að ég hafi gott sjónvarp til að glápa á, ég mun ekki hafa efni á neinu öðru.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home