Ég horfði á The Inside Man í gær. Ágætis mynd verð ég bara að segja. Denzel Washington í aðal hlutverki og eins og venjulega þá leikur hann sjalfan sig. Eitursvalur gæi sem veit allt betur enn allir aðrir.
Denzel Washington virðist vera fastur í sama hlutverkinu, gauk tengdum lögum. Hann er alltaf að leika löggur eða í hernum eða eitthvað mar.
T.d. The Bone Collector, The inside Man, Training Day, Devil In a Blue Dress(Private Dick), The Siege, Fallen, Courage Under Fire, Virtuosity.
Hann virðist nú fá að leika stundum eitthvað annað, eins og The Preachers Wife... en hver horfir á svoleiðis rusl.
Fínn leikari sko, ég hef gaman að honum en það er alltaf leiðinlegt þegar fólk festist í hlutverkum. Eins og T.d. Colombo. Hann lék líka í Princess Bride sko!
Svo er myndin Dead or Alive komin í bíó, gerð eftir tölvuleik. Held að þeir hefðu frekar átt að gera Dead or Alive: Beach VolleyBall. 2 tíma löng mynd um hálf naktar gellur sem koma saman á suðrænni eyju, þær liggja á ströndinni berandi olíu á stinna líkama hvors annars í hitanum og dreka pina Colada. Stór brjóst, sveittir stinnir líkamarar og flottar línur. Spennan myndi magnast í loftinu, augu mætast, andadráttur hraðast og hið óumflýjanlega myndi gerast.
Þær myndu spila blak.
Það væri unaðslegt að horfa á.