Tuesday, October 31, 2006

Hollywood hatar okkur

Jams, Hollywood hatar okkur. Hollywood hefur ákveðið að hætta við að gera mynd við tölvuleikinn Halo(sem Peter Jackson átti að leikstýra) en hefur ákveðið frekar að gera aðra Street Fighter mynd. Friggin shit.
Ef fólk man en ekki fyrri myndinni þá var hún ömurleg. Mynd eftir slagsmálaleik tekst nú sjaldnast vel upp. Eftir skotleik, já aðeins betur. Það virðist vera nú aðeins betri söguþræðir í þeim.

Ég held að Hollywood sé bara að verða uppinskorða með hugmyndir að efni til að fullnýta til dauða. Þeir eru búnir að nýta allt efnið og eru farnir að nota gamla hluti aftur, hluti sem þeir klúðruðu til að byrja með.

Meh. já svo kostar víst 1200 kr á Mýrina í bíó, 800 kr á aðrar og ég var að heyra að það á að fara að hækka það enn meira. Svo að auki 30 mín af auglýsingum og leiðindartónlist á meðan. Frekar kýs ég að vera heima með mitt heimabíó, mína háhraða nettengingu og mitt bittorrent.

Ekki gaman að vera vera þriggja barna faðir og fara í bíó, 5x800 í miða + 5x500 í nammi = 6500 kr bíó ferð. Held að það sé bara betra að vera heima.

Kvikmyndaleikur mark II. cupholder is broken

Djö helv. ansk!
Ég get ekki lengur sett inn myndir á blogger. Helvítis.
Ehh þið hefðu hvort eð er aldrei getað giskað hvaða mynd þetta væri.

Kvikmyndaleikur mark II,2

Jæja, Hilmar kvartaði að þetta væri of auðvelt þannig að hér kemur ein erfiðari.
Hvaða mynd er nú þetta börnin mín?

Kvikmyndaleikur, útgáfa 2

Jæja kvikmyndaleikurinn minn var googlaður til dauða, þannig að núna nota ég myndir!
Við munum byrja á einni léttri. Úr hvaða mynd er þetta?

Monday, October 30, 2006

Kvikmynd númer það er lítið að gera í vinnunni.

Now listen up, you primitive screwheads. See this? This... is my boomstick! The 12-gauge double-barreled Remington. S-Mart's top of the line. You can find this in the sporting goods department. That's right, this sweet baby was made in Grand Rapids, Michigan. Retails for about $109.95. It's got a walnut stock, cobalt blue steel, and a hair trigger. That's right. Shop smart. Shop S-Mart. You *got* that?

And no Googlin, You *got* that?

Kvikmyndo número fjöguró

From now on, the only person who gets to yell is me. Why? Because I have a gun. People with guns get to do whatever they want. Married people without guns - for instance - you - DO NOT get to yell. Why? NO GUNS! No guns, no yelling. See? Simple little equation.

movie 3!

Listen to me Hillary. I'm not the first guy who fell in love with a woman that he met at a restaurant who turned out to be the daughter of a kidnapped scientist only to lose her to her childhood lover who she last saw on a deserted island who then turned out fifteen years later to be the leader of the French underground.

Movie 2

Why?
Why are the innocent punished? Why the sacrifice? Why the pain?
There aren't any promises. Nothing certain. Only that some get called, some get saved. She won't ever know the hardship and grief for those of us left behind.
We commit these bodies to the void with a glad heart. For within each seed, there is a promise of a flower, and within each death, no matter how small, there is always a new life.
A new beginning.
Amen.

Sunday, October 29, 2006

Movie

I've seen things you people wouldn't believe. Attack ships on fire off the shoulder of Orion. I watched C-beams glitter in the dark near the Tannhauser gate.
All those moments will be lost in time, like tears in rain.
Time to die.

Wednesday, October 25, 2006

Þetta lítur út fyrir að vera sársaukafullt

Tuesday, October 24, 2006

Stöðurafmagn.

Jæja ég sat í makindum við tölvuna í vinnunni, stend upp tek í hún og fæ raflost, fer eitthvað annað, kem við eitthvað og fæ raflost. Stöðugt! Ég er orðinn smá nervous að koma við hluti eftir að ég stend upp úr stólnum, hikandi við að koma við fólk og hluti.
Ég held að þetta sé skónum mínum að kenna. Einhvern veginn þá mynda ég góða hleðslu meðan ég sit við skrifborðið.
Kannski að þetta sé ofurhetjuhæfileikinn minn. Zap Man!
Óþolandi gaur.

Sunday, October 22, 2006

Airwaves 2006, dagur 4, og AMMÆLLI!!

Jey! ég er 29 ára! Einu skrefi nær því að komast á fertugsaldurinn. Veeeee!
Og af því að ég á afmæli þá set ég ekki inn myndir frá airwaves. Þið getið bara farið á myndasvæðið og skoðað þar.

Saturday, October 21, 2006

IcelandAirwaves 2006 dagur 3

Jæja dagur 3 er lokið og hann var nokkuð góður. Ég kíkti á Listasafnið beint á Benni Hemm Hemm og missti af Baggalúti. En Benni Hemm Hemm, Islands, Apparat Organ Quartet, Jakobínaría, The Go Team!
Apparat Organ Quartet voru æðislegir og Islands mjög þéttir. Jakobínara voru ágætir til að byrja með en urðu fljótlega þreyttir. Ekki nógu fjölbreyttir eitthvað, friggin börn. The Go Team var hálf slæmt. Fór svo á Leikhúskjallarann að sjá Shadow Parade, þeir voru þéttir.




Friday, October 20, 2006

Airwaves 2006, dagur 2

Dagur 2 er lokið og ég verð að segja að hann var ansi góður. Kíkti á Mates of State, Koja, Jara, Idir, Klaxons og Mugison.
Verð víst að segja að Mugison og Idir hafi verið toppurinn og Idir betri en Mugison.
Idir er með mjög fallega og róandi rödd. Eins og Jóhann félagi minn sagði, "I wanna have his babies" Idir er snilld.
Auðvitað þurftu einhverjir íslendingar að vera fávitar og vera með læti. Airwaves snýst um tónlist, ekki að vera fullur og leiðinlegur.

Jæja nokkrar myndir, smellið á þær til að fá stærri.

Jara, Idir, Koja


Mugison, Mates of State

Thursday, October 19, 2006

Airwaves 2006, dagur 1

Jæja fyrsti dagur Airwaves 2006 var í gær og að sjálfsögðu lét ég sjá mig.
Drekka smá bjór, reykja nokkrar rettur og horfa á hljómsveitir. Alls ekki slæm blanda.
Ég sá þrjár hljómsveitir, Noise, Cynic Guru og The Telepathetics. Sá líka byrjunina á Hoffmann en fannst þeir leiðinlegir en hinar þrjár voru flottar. Noise voru fyrstir og byrjuðu af miklum krafti. Hafði víst hitt einn af þessum gaurum í Hlíðum einhverntíman. Minnir að hann hét Hunter. Hann var með læti eins og sannur rokkari.
Cynic Guru voru flottir á fiðlunni eins og vanalega. og The Telepathetics mjög þéttir.
Smellið á myndina til að fá stærri.
The Telepathetics
Cynic GuruCynic GuruNoise

Wednesday, October 18, 2006

Gubb

Ég fór á McDonalds í hádeginu áðan. Mér langar hellst til að gubba núna. Líkami minn virðist hata þessa ruslafæðu.
Þetta er svipað og þegar ég fór á KFC, mér leið eins og ég væri með grjót í maganum.
Ég vil fá gæða ruslafæði. Annað gengur ekki.

Tuesday, October 17, 2006

Its Cold outside

First D.J.: Okay, campers, rise and shine, and don't forget your booties 'cause it's cooooold out there today.
Second D.J.: It's coooold out there every day. What is this, Miami Beach?
First D.J.: Not hardly. And you know, you can expect hazardous travel later today with that, you know, that, uh, that blizzard thing.
Second D.J.: [mockingly] That blizzard - thing. That blizzard - thing. Oh, well, here's the report! The National Weather Service is calling for a "big blizzard thing!"
First D.J.: Yessss, they are. But you know, there's another reason why today is especially exciting.
Second D.J.: Especially cold!
First D.J.: Especially cold, okay, but the big question on everybody's lips ...
Second D.J.: - On their chapped lips ...
First D.J.: - On their chapped lips, right: Do ya think Phil is gonna come out and see his shadow?
Second D.J.: Punxsutawney Phil!
First D.J.: Thats right, woodchuck-chuckers - it's??


Monday, October 16, 2006

Kaffi

Kaffii!!!! syyyykkkuuuurrr!!!! Kaaaafffiiiii!!
Kóóóóóóóóók!
Expresssssssssóóóóó! Dooouuubblleee Late!
Syyykur.... Naaaammmiii!!!!
Kaaaaffffiiiiiistóóóóllllpííípaaaa!!!

Kaaaaffffiiiiii!!!! Kaaaffffiiiiii!
Börn í lagi!!

Saturday, October 14, 2006

Brains

Brrraaaaaaaiiinnnsss! Braaaiinnnss! Braaaaaaaiinnnnnsss!!!
... Braaainnnss!
Neeed Braaaainnnns!!! Braaaaaiiinnnnssss!!!!
Brrrraaaaaaiinssss!!

Braaaaiinnnsss!!
Braaainnns! Braaaaiinnnsss....
Kids ok.

Friday, October 13, 2006

Me Beard

Skeggið á mér er unaðslegt. Það er eitthvað óeðlilega þægilegt að strjúka það. Sérstaklega Goatee partinn af því, hann er þéttastur. Það er svona mjúkt og inn á milli er harðari hár. Ég þori varla að stytta það eða snyrta, en ég neyðist eiginlega til þess. Það er eitthvað vinnudjamm dæmi í vinnunni. Það er búið að kaupa helling af bjór, rauðvíni og svo Tópaz. Held að ég stefni á að vera þunnur á morgun...

Já ég er lang bestur í Fight Night. Einsi getur ekki neitt nema skallað hnefana á mér og sleikt gólfið.
Það er svo unaðslegt að sjá hann flippa og gríta fjarstýringunni í gólfi af reiði og bræði og leggjast svo í gólfið og grenja eins og nýr gaur í sturtunni í fangelsi...
Your tears sustain me...

Thursday, October 12, 2006

Kerrang!

Ég hef aldrei verið með popptíví(thank Gaya) eða neina tónlistarsjónvarpsrás. Maður hefur nú séð eitthvað af þessum helvítis tónlistarmyndböndum sem eru á Popptívi. Endalaust R&B crapp og popp friggin helv. ansk. djö. tón(list?).
Kerrang! er nú annað mál verð ég að segja. Rokk í gegn. Alltaf. Hef ekki ennþá heyrt leiðinlegt lag á þessari stöð. Ég held að ég sé tilbúinn að vera með stóra pakkann til að halda Kerrang!. Ég horfi nú líka á BBC Prime, Discovery rásirnar, Eurosport, MTV og stundum á sænsku og dönsku rásirnar(enskt efni).
Ég verð bara að segja að það er slæmt að maður getur ekki valið þær rásir sem maður vill fá. Þessir pakkar sem eru í boði hjá Skjánum hafa ekki allt sem ég vil.

Tuesday, October 10, 2006

Skjárinn

Jæja ég er aðeins búinn að vera að fikkta í Skjánum. Og ég verð að segja að þetta er nú nokkuð flott. Myndirnar sem hægt er að leigja er skipt í flokka: Spenna, Gaman, Rómó, Drama, Barna, Heimildarmyndir og svo Playboy. Helling af myndum þarna.
Auðvitað var playboy það fyrsta sem ég kíkti á, og já klám af ýmsum gerðum hægri og vinstri, ég játa að ég leigði ekki neina, verð víst að vera viss um að ekkert komi fram á reikningnum sem maður fær. Ekkert gaman að fá Lesbian Spank Inferno á reikninginn.
Ákvað á leigja CaddyShack á 90kr. Bara svona til að testa gæðin í þessu(já myndin er nokkuð gömul). Langt síðan maður hefur séð þessa mynd.
Snilld! Fjandans jarðíkornin er að dansa. Jæja, núna vantar bara að ég get pantað ruslafæði í gegnum sjónvarpið og skitið í leiðinni.
Verð að segja að þetta virkar fínt. Íslenskur texti og læti. og svo auðvitað hægt að pása og alles.

Og myndasíðan mín er kominn upp aftur... Whoopee.

Monday, October 09, 2006

Bögga

Jæja ég er kominn með sjónvarp um adsl og einhverjar 60 stöðvar eða svo. Fékk nýjan router líka með eeennnn.... Ég bara virðist ekki getað port forward-að í gegnum þennan router. Þetta er Speedtouch 585 og ég héllt að ég væri búinn að gera allt sem ég þyfti að gera.. enn nei. Ekkert gengur..
Þannig að myndasíðan mín liggur niðri... aftur.

Buggertý

Jæja, mánudagur. kíkti á eina mynd um helgina. My super Ex girlfriend. Nokkuð góð mynd verð ég að segja, svona miðað við hvernig flestar myndir eru. Myndir fjallar um gaur(Matt) sem pikkar um stelpu(Jenny) sem er í rauninni G-Girl sem er ofurhetja og er eiginlega bara insane. Matt ákveður síðan að dumpa gellunni, því hún er crazy. Svona Crazy ex girlfriend, bara með ofurkrafta. Nokkuð fyndin mynd. Sérstaklega kynlífsatriðið...
Jenny Johnson: [after breaking the bed while having sex] I'm sorry. I'll get you a new one.
Matt Saunders: A bed or a penis?
Jenny Johnson: Both.
Imdb gefur henni 5.6 í einkunn.


Svo kom nýr þáttur af Southpark. Gert var grín af Online Leikjum, nánar tiltekið World of Warcraft. Helv. fyndinn þáttur.
"Whoever this person is, he has no life"
"How can we kill something which has no life?"

Já svo horfði ég líka á myndina Fearless... og eitthvað meira... ég held að ég hafi eytt helginni í sjónvarpsgláp. Já ég eyddi líka smá tíma í að átta mig á því hvernig maður opnar húddið á nýja bílnum mínum. Það var hægar sagt en gert að finna helvítis stöngina.

Friday, October 06, 2006

Annað sæti!!

Vúhú síðan mín lennti í öðru sæti!
Google-Suche
I´m moving up in the world YEAH!!


P.S.
Svo er myndasíðan mín að komin upp aftur... þarf bara aðeins að fínpússa hana.

Thursday, October 05, 2006

Dexter

Jæja, eins og margir vita þá niðurhleð ég mikið af gögnum frá heimsinsvíðastaneti og þá sérstaklega sjónvarpsþáttum. Sumir þættir eru rusl en stundum koma nokkrir góðir þættir.
Eins og t.d. Dexter. Nopes, ekki Dexter´s laboratory heldur Dexter the sick sicko serial killer.
Dexter er þáttur um meinafræðing sem vinnur hjá lögreglunni. Hann lifir eðlilegu lífi, á vini, er fyndinn, deitar stelpu og finnst gaman að safna blóði úr fórnarlömbum sínum sem hann pínir og drepur. En Dexter er með samvisku, hann drepur bara morðingja.
Ég er reyndar bara búinn að sjá einn þátt, en hann lofar góðu. Held að þetta verði fínir þættir til að fylgjast með.
Það er alltaf gaman þegar anti-hetja er í sviðsljósinu.

Wednesday, October 04, 2006

Babylon 5

Jæja, þá er ég búinn að horfa á 5 seasons af Babylon 5 þáttunum. 22 þættir í seríu.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Babylon 5 scifi drama og er að mínu mati bestu scifi þættirnir á eftir Farscape. Þessir þættir hafa unnið til Emmy verðlauna og eru með smá cult status.
Þetta eru þannig séð ekki barna scifi þættir, það er mikið ofbeldi, pólitík, drama og engin friggin börn að læra einhverja lexíu. Ég verð að segja að ég hafði mjög gaman af þessum þáttum, þeir voru nú gerðir fyrir fullorðna nörda.
Þessir þættir hafa líka gefið af sér 5 kvikmyndir af mismunandi gæðum og einn spinoff þátt sem floppaði víst, þessar kvikmyndir voru sýndar á Scifi channel og fóru nú aldrei í bíó.


Já, og eitt að lokum. My friggin car kicks ass.

Tuesday, October 03, 2006

Got Milk?

Jæja ég var að ráfa um netið eins og venjulega leitandi að dvergaklámi fyrir Rökkva félaga minn og rakkst á þetta. Í stuttu máli er þetta grein um hvernig mjólkurvörur valda brjóstakrabbameini í kvennfólki og blöðruhálskrabbameini í körlum. Þar sem mjólkurvörurnar eru krabbameinsvaldandi eins og sígarettur, þá finnst mér að við eigum að meðhöndla vöruna eins og rettur.
Frá og með deginum í dag verður bannað að auglýsa mjólk, bannað að hafa mjólk sýnilega í búðum og í framtíðinni verður bannað að neyta mjólkurvara á almennum stöðum. Við verðum að vernda almenninginn við þessum óþverra sem þegar er búinn að skjóta stórum og sterkum rótum í okkar samfélagi. Mjólkurvörur (eins og sígó fyrr á tíð) hafa falslega verið auglýstar sem heilsuvara og að sé holl fyrir mann, en núna kemur sannleikurinn í ljós!
Hugsið um saklausu börnin sem eru neydd til að drekka þennan óþverra!

p.s. ég keypti bílinn.

Monday, October 02, 2006

I´ve got a brand new(used) car

Jæja ef golfstraumurinn lætur sig ekki hverfa og veröldin frís, þá er allar líkur á því að áður en vinnudagurinn er búinn þá verð ég búinn að versla mér nýjan bíl. Ég keypti mér síðast bíl á síðustu öld. Huyandi Accend, ó minningarnar, sælan og hamingjan. Sniff.
En hérna er nýji bíllinn. Citroen C4 SEX.