Tuesday, October 10, 2006

Skjárinn

Jæja ég er aðeins búinn að vera að fikkta í Skjánum. Og ég verð að segja að þetta er nú nokkuð flott. Myndirnar sem hægt er að leigja er skipt í flokka: Spenna, Gaman, Rómó, Drama, Barna, Heimildarmyndir og svo Playboy. Helling af myndum þarna.
Auðvitað var playboy það fyrsta sem ég kíkti á, og já klám af ýmsum gerðum hægri og vinstri, ég játa að ég leigði ekki neina, verð víst að vera viss um að ekkert komi fram á reikningnum sem maður fær. Ekkert gaman að fá Lesbian Spank Inferno á reikninginn.
Ákvað á leigja CaddyShack á 90kr. Bara svona til að testa gæðin í þessu(já myndin er nokkuð gömul). Langt síðan maður hefur séð þessa mynd.
Snilld! Fjandans jarðíkornin er að dansa. Jæja, núna vantar bara að ég get pantað ruslafæði í gegnum sjónvarpið og skitið í leiðinni.
Verð að segja að þetta virkar fínt. Íslenskur texti og læti. og svo auðvitað hægt að pása og alles.

Og myndasíðan mín er kominn upp aftur... Whoopee.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hehehe Lesbian Spank Inferno.

Rat Race er það ekki?

10:40 PM  
Blogger Tryggvi said...

Coupling.

2:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Doh!

Auðvitað.

Núna skammast ég mín.

11:15 PM  

Post a Comment

<< Home