Tuesday, October 31, 2006

Hollywood hatar okkur

Jams, Hollywood hatar okkur. Hollywood hefur ákveðið að hætta við að gera mynd við tölvuleikinn Halo(sem Peter Jackson átti að leikstýra) en hefur ákveðið frekar að gera aðra Street Fighter mynd. Friggin shit.
Ef fólk man en ekki fyrri myndinni þá var hún ömurleg. Mynd eftir slagsmálaleik tekst nú sjaldnast vel upp. Eftir skotleik, já aðeins betur. Það virðist vera nú aðeins betri söguþræðir í þeim.

Ég held að Hollywood sé bara að verða uppinskorða með hugmyndir að efni til að fullnýta til dauða. Þeir eru búnir að nýta allt efnið og eru farnir að nota gamla hluti aftur, hluti sem þeir klúðruðu til að byrja með.

Meh. já svo kostar víst 1200 kr á Mýrina í bíó, 800 kr á aðrar og ég var að heyra að það á að fara að hækka það enn meira. Svo að auki 30 mín af auglýsingum og leiðindartónlist á meðan. Frekar kýs ég að vera heima með mitt heimabíó, mína háhraða nettengingu og mitt bittorrent.

Ekki gaman að vera vera þriggja barna faðir og fara í bíó, 5x800 í miða + 5x500 í nammi = 6500 kr bíó ferð. Held að það sé bara betra að vera heima.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home