Tuesday, October 03, 2006

Got Milk?

Jæja ég var að ráfa um netið eins og venjulega leitandi að dvergaklámi fyrir Rökkva félaga minn og rakkst á þetta. Í stuttu máli er þetta grein um hvernig mjólkurvörur valda brjóstakrabbameini í kvennfólki og blöðruhálskrabbameini í körlum. Þar sem mjólkurvörurnar eru krabbameinsvaldandi eins og sígarettur, þá finnst mér að við eigum að meðhöndla vöruna eins og rettur.
Frá og með deginum í dag verður bannað að auglýsa mjólk, bannað að hafa mjólk sýnilega í búðum og í framtíðinni verður bannað að neyta mjólkurvara á almennum stöðum. Við verðum að vernda almenninginn við þessum óþverra sem þegar er búinn að skjóta stórum og sterkum rótum í okkar samfélagi. Mjólkurvörur (eins og sígó fyrr á tíð) hafa falslega verið auglýstar sem heilsuvara og að sé holl fyrir mann, en núna kemur sannleikurinn í ljós!
Hugsið um saklausu börnin sem eru neydd til að drekka þennan óþverra!

p.s. ég keypti bílinn.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað var ég búinn að segja þér? Ég sagði þér að kaupa Ford Focus ST! 225 hö. og hægt að fá hann í líflegum appelsínugulum lit.

Brátt hefði maður getað séð Tryggvan rúnta niður Laugaveginn með Basshunter á fullu blasti í Alpine græjunum, droppandi bassanum eins og enginn væri morgundagurinn.

En þú valdir að fara "sensible" leiðina þannig að núna sit ég eftir með aumt ennið og enginn Focus í sjónmáli.

Kannski ég hætti að lifa lífinu í gegnum aðra og fari að gera eitthvað af viti...

11:30 AM  
Blogger Tryggvi said...

Vá, comment frá Einsa. Þetta er bara einstakur dagur.

11:36 AM  

Post a Comment

<< Home