Thursday, October 05, 2006

Dexter

Jæja, eins og margir vita þá niðurhleð ég mikið af gögnum frá heimsinsvíðastaneti og þá sérstaklega sjónvarpsþáttum. Sumir þættir eru rusl en stundum koma nokkrir góðir þættir.
Eins og t.d. Dexter. Nopes, ekki Dexter´s laboratory heldur Dexter the sick sicko serial killer.
Dexter er þáttur um meinafræðing sem vinnur hjá lögreglunni. Hann lifir eðlilegu lífi, á vini, er fyndinn, deitar stelpu og finnst gaman að safna blóði úr fórnarlömbum sínum sem hann pínir og drepur. En Dexter er með samvisku, hann drepur bara morðingja.
Ég er reyndar bara búinn að sjá einn þátt, en hann lofar góðu. Held að þetta verði fínir þættir til að fylgjast með.
Það er alltaf gaman þegar anti-hetja er í sviðsljósinu.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já helvíti flottur þáttu - en ef þú ert að setja inn link... þá væri betra að hann leiddi mann eitthvað sko :S

12:34 PM  
Blogger Tryggvi said...

Hvað ertu að bulla? Linkurinn virkar fínt.

1:22 PM  

Post a Comment

<< Home