Tuesday, January 10, 2006

Ný rannsókn: Ofbeldisfullir tölvuleikir leiða til árásargirni


Sá þessa grein á mbl.
Greinin byrjar á "Ofbeldisfullir tölvuleikir kunna að valda því að fólk sem leikur þá verður árásargjarnara en ella, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar."

Og svo aftur "Fylgst var með heilastarfsemi sem endurspeglar tilfinningaviðbrögð við myndum. Þegar fólki sem spilað hafði ofbeldisfulla tölvuleiki voru sýndar myndir af raunverulegu ofbeldi sýndi fólkið skert viðbrögð. En þegar fólkinu voru sýndar aðrar óþægilegar myndir eins og til dæmis af dauðum dýrum eða veikum börnum voru viðbrögð þess mun eðlilegri."

Mér sýnist þetta bara vera eðlileg viðbrögð sem myndast við átök, adrenalín eykst, tilfinning dofnar og líkaminn er tilbúinn í meiri átök.
Ég hef verið að spila ofbeldisfulla tölvuleiki frá því að ég man eftir mér. ég játa að ég verð fyrir áhrifum frá leikjunum. Maður verður soldið víraður en ég fer ekki út í bæ að berja fólk, ég er bara orðin svakalega góður að lúskra á fólki í tölvuleikjum. Sama gildir líka um bílaleiki. Manni langar að keyra hratt eftir að maður er búinn að keyra um götur á 250 km hraða í Need For Speed Underground.
Held bara að maður festist í leiknum aðeins. Maður lifir sig inn í hann.

En ég held að ofbeldisfullir leikir séu af hinu góða. Svona rannsóknir einblína oftast á slæmu hliðirnar. Mannskepnan, allavega karlkynið af því, hefur þörf fyrir vist magn af ofbeldi. Maður er bara hannaður þannig. Sumir fara niður í bæ og berja Kalla á þakinu aðrir horfa á íþróttir aðrir spila tölvuleiki. Heh. gaurinn sem kýldi hann var víst búinn að vera kærður um 30 eða 40 sinnum fyrir ofbeldi frá ´96. Hann hlýtur að spila mikið af ofbeldistölvuleikjum!

Það er nú aldurstakmark á ofbeldistölvuleikjum. Held bara að það þurfi að fara að taka takmarkanirnar alvarlega. Sumir þessara leikja eru orðir ansi sick og börn eru og munu alltaf vera áhrifagjarnir óvitar.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já já - what ever you say Arven!

4:34 AM  
Blogger Tryggvi said...

það segir sko "You are most like Arwen" ekki að ég sé Arwen.
hrmph.

12:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hresst fyrir Sveppa að þurfa að leika þunnur með glóðurauga nokkrum tímum seinna í hádegisleikriti ^^

1:46 AM  

Post a Comment

<< Home