Monday, January 02, 2006

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár.
Jæja þá er 2005 komið og farið með sprengingum og áfengi. Þynnkan var lítil. Drakk að mestu bara Vodka og það virðist hafa virkað vel. Bæbæ bjór.
Áramótarheitið mitt í ár er að hætta að reykja og ég er kominn á dag tvö án rettu. Go me.. Held nú að það verður ekki svo mikið vandamál. Ég reyki ekki nú það mikið.

Tók mig til fyrsta jan og rakaði skeggið af mér. Ég sá eftir því strax. Ég lít út fyrir að vera svona 16 ára án þess. Ég er nú svo voðalega vanur að hafa skegg. Svo er ég líka farinn að safna smá lubba. Ég er svona að reyna að koma einhverjum breytingum í lífið hjá mér. Kominn nýr kafli í bók Tryggva og maður verður nú að hugsa aðeins um heilsuna þegar maður er kominn á 29. árið. Hreyfing, sígólaus með lubba... það er Tryggvi á nýju ári. Minnka djammið og þar með eyðslu.. Hef tekið eftir því að ég eyði eiginlega bara hellst á djamminu.

Skaupið var allt í lagi. Tók smá tíma að byrja fannst mér en kommst á loft með Björgvini Franz Gíslasyni sem Brigitta Haukdal. Laddi var soldið sorglegur sem eiginmaðurinn í búðinni og svo var bíó mamman í mislægu gatnamótunum helvíti fyndið. Ég verð nú að segja að ég get ekki oft hlegið að kvenkyns grínistum en ég held að þær sluppu með skrekkinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home