Thursday, January 19, 2006

Annað próf!

Skokkaðu á næsta vegg og athuga hversu vont það er...

Nei nóg af prófum.. allavega í bili.
Jæja sundið heldur áfram. Ég er kominn upp í 50 ferðir á um hálftíma. Þar sem 50 ferðir eru 1250m og ég syndi það á um hálftíma þá syndi ég á um 2.5 Km hraða á klst.... frick!
Jæja þolið er allavega aða aukast og ég held að ég meira að segja búinn að léttast aðeins. Er um 75 kg eins og stendur. Er ekki endilega í megrun, en hey, ef maður er með nokkur aukakíló og þau fjúga then whooopie.

Það var ansi mikið í sundlauginni í gær. Mest megnið af krakka möðkum og gelgjum. Að auki var þoka yfir lauginni. Maður sá varla neitt. Soldið fríki að vera synda og sjá ekki bakkann fyrir framan sig. Og svo var eitthvað weird bragð í lauginni. Ekki klór. Bragðaðist frekar eins og húðkrem eða eitthvað helvíti.

Jæja stefni á að kíkja á Ampop tónleika í kvöld. Það ætti að vera ágætis skemmtun.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ok... af hverju ertu að smakka á lauginni???

11:42 AM  
Blogger Tryggvi said...

var ekki alveg að smakka á lauginni, meira svona að synda með opinn munninn..

9:15 PM  

Post a Comment

<< Home