Það er mánudagur...
Mánudagurinn væri líka góður ef Það myndi nú aðeins sjást til sólar. Það hefur ekki sést til sólar marga mánuði að mínu mati. Það er alveg fræðilegur möguleiki að sést hefur til sólar einhverntíman en ég hef ekki tekið eftir því. Ég mæti í vinnunna í myrkri, sit á mínum rassi (God´s gift to women) í um 8 tíma, starandi á tölvuskjá.
Ég held að úlfurinn sé búinn að gleypa sólina. Spurning bara hvenær hún skilast út úr honum aftur...
Og svo aftur að bíla kaupum. Núna langar mér ekki lengur í practical bíl (slyddu jeppa), heldur meira svona "penis car". Kannski það sé út af því að það er ekki búið að snjóa í smá tíma og ég hef ekki þurft að moka bílinn minn ennþá úr snjó í vetur. Ég er að pæla í BMW eða Audi eða láta undan þrýstingi og fá mér Mazda 3. BMW og audi eru nú ansi dýrir bílar en hey ef þetta á að vera penis car, er þá ekki hugmyndin að hafa bílinn þá sem dýrastan? Kannski er Mazdan ágætis millivegur... Mér er farið að lýtast ansi vel á Mözduna. Og hvað ef ég þarf að moka bílinn úr snjó á morgnana? Það er bara gott fyrir heilsuna, smá líkamsrækt á morgnana kemur blóðinu í gang.
Eða er kannski Topgear að hafa áhrif á mig....
já og að lokum vísindarmenn hafa komist að því að kaffi eykur kynlífslöngun kvenna, þeir drógu þessar ályktanir af prófunum á rottum. Og eins og við öll vitum þá eru konur rottur....
Stupid.. eða kannski ekki... allir vita að ef maður býður einhverjum heim til sín í kaffi er oftast verið að bjóða eitthvað auka með kaffinu...