Tuesday, November 22, 2005

Bíóferð og nördaskapur

Jæja í gær, mánudaginn 21 nóv. ákvað ég loksins að kíkja í bíó. Minnir að ég hafi síðast farið í bíó í sumar og man ekki einu sinni hvaða mynd það var sem ég sá þá. BitTorrent virðist vera að standa sig..
Allavega ég kíkti á myndina Serenity, sem eins og fæstir vita er byggð á þáttum sem heita Firefly og aðeins voru gerir 12 þættir. En þessir þættir seldust vel á DVD og náðu snögglega cult status og ákvað kvikmyndafélögin að græða smá $ og gera mynd.
Myndin og þættirnir gerast í framtíðinni, eiginlega í villta vestri framtíðarinnar. Á svona "backwater" plánetum og fjallar myndin um áhöfn í skipinu Serenity og ævintýrum þeirra. Áhöfnin eru eiginlega anti-hetjur. Þetta er þjófar og ræningjar en samt með gott hjarta.... upp að vissu marki eins og sést í þessari setningu " Hell, I'll kill a man in a fair fight, or if I think he's gonna start a fair fight, or if he bothers me, or if there's a woman, or if I'm gettin paid; mostly only when I'm gettin paid. But eating people alive, when does that get fun?"
Smá svona Han Solo fílingur í gangi áður Georg Lucas breytti honum í kellingu.

Ekki voru nú margir sem kíktu á þessa mynd og flestir þeirra voru nördar. Augljós skortur á fatarsensi, skítugt og fitugt hárið og að auki 40 auka kílóinn sem komu upp um þá. En sérstaklega var það nördahláturinn sem skall upp í hvert sinn sem eitthvað var augljóslega fyndið, en sorglega var skortur á honum þegar húmorinn var minna augljósari og snerti kannski meira á tilfinningarsviðið. Ég hef nú stundum pælt í því að ég hefði getað endað svona mikill ofurnörd. En sem betur fer gerði það ekki og þakka ég bjóri, síkó og kynlífi.. munaði þó littlu...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað er þetta - Sigurjón Kjartansson er nú ekki með aukakíló.... Hann er með lubba, en ekki aukakíló...

4:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það voru gerðir 14 þættir og myndin var ekki gerð til að græða pening heldur vegna þess að þetta er svo skemmtilegt!

"You can't take the sky from me!"

4:49 PM  

Post a Comment

<< Home