Wednesday, November 23, 2005

Hreyfing...

Jæja loksins tókst mér það. Eftir að hafa ákveðið að byrja að hreyfa mig eftir árshreyfingarleysi fyrir um 3 mánuðum, tókst mér núna í kvöld loksins að rísa upp frá sófanum sem var búinn að halda mér í heljargripum með aðstoð sjónvarpsins og tölvunar. Braust ég upp eins og pheonix endurfæddur.... or whatever.
Jæja ég skellti mér í sund. Fór á bílnum...óþarfi að ofgera sig í fyrsta skiptið.. Syndi þar til mig fór að verkja í lappirnar og hjartað fríkaði út eins og flestir íslendingar gerðu þegar Farice strengurinn datt út í 15 skiptið á tveimur árum.
Ég held að ég hafi synt um svona 12 ferðir, cirka 300 metrar tel ég.
Núna verkjar mig í allan skrokkinn en mér líður samt ágætlega. Líkaminn er örugglega að dæla happy make feel nice dóti um líkama minn... eðal stöff.. Ég er að hugsa um að fá mér rettu og bæta smá nikótíni ofan á make feel nice.

Jæja ég plana að synda 3 til 4 sinnum í viku, það ætti að koma manni í ágætis form og kannski losna ég líka vonandi við smá björgunarhring sem gerði velkominn eitt sumarið 2001.. Algjör letivinna þá sko.. og kjúlli og franskar í hádegismat... 5 sinnum í viku... stoopid.

Já og allir að fá google desktop, snilld að nota það til að fylgjast með bloggum sem styðja rss feed.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Syntu tíkin þín - syntu!

8:32 AM  

Post a Comment

<< Home