The Rise of Evil, sorgardagur
Já, það er sorgardagur. Ég hef ákveðið að byrja að blogga. Mér bara svo drullu leiðist í vinnunni eins og stendur og hef ekkert þarfara að gera. Ég er búinn að fá leið á leikjunum á leikjanet.is og ég er búinn að skoða allt á internetinu auk þess sem allt naflakuskið mitt er búið.
Ég sit hérna í vinnunni í steikjandi hita, of latur til að standa upp og opna glugga, þambandi kaffi í lítratali og pælandi í því hvort það verður eitthvað vit í þessu bloggi eða ekki.
Sjálfur þoli ég eiginlega ekki blogg, þá meina ég svona almennt blogg, þar sem gelgjur blogga 10 sinnum á dag um ekki neitt. En ég játa það að það eru til nokkrar góðar blogg síður, ég bara hef ekki ennþá rekist á þær.
Hmm... já og allir eiga að fá sér google toolbar, snilldar apparat.
1 Comments:
Til hamingju með sorgardaginn, og nýja bloggið. May the schwartz be with you.
Post a Comment
<< Home