Monday, November 28, 2005

Bjór, Rauðvín eða Vodki?

Ég hef verið að gera smá tilraun með sjálfan mig síðastliðnar vikur. Ég hef verið að prófa munin á því að drekka bjór, vodka eða rauðvín á djammi.
Ég ákvað að gera þessa tilraun til að komast að því hvað myndi valda mestri þynnku hjá mér.
Bjórinn kemur sterkur inn í fyrsta sæti, svo rauðvín og svo vodkinn. Mig grunar að humlar eða hvað sem það heitir sé að valda þessari rosa þynnku, Kannski ásamt því að maður pissar svo líka rosalega miklu meira og skolar öllum næringarefnum og saltefnum beint í klósetið.
Ég var nú samt hissa að rauðvínið olli ekki meiri þynnku. Í rauðvíni er tonn að auka dóteríi sem ætti að valda þynnku en ætli maður verður bara ekki svo rosalega menningarlegur með það að þynnkan lætur sig hverfa.
Vodkinn er fremur hreint áfengi, þeas. án aukaefna. Ég smakkaði nú eitt sinn alvöru vodka, þeas. vodka frá Rússlandi. Það var búið að eyma hann um 7 sinnum eða eitthvað og þetta var næstum eins og að drekka sterkt vatn. Mjög gott stöff sko. Ég get alveg skilið að rússarnir séu að staupa þetta með kvöldmatnum. Þetta sem við fáum á íslandi er bara sull.

Held að það sé tímalegt að hætta að drekka ódýrt áfengi og fara að spandera aðeins í dýrara stöffið. Það er bara cool sko. Skilurðu...?

Er nú virkilega að hugsa um að hætta að djamma um hverja einustu helgi. Þetta er orðið eitthvað svo mikil rútína.

Já og allir saman, Google Desktop!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

cock

2:46 PM  
Blogger Tryggvi said...

Right... ég sé hvað er efst á huga Einsa.

3:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hmm....... með þessar tilraunir þínar - var innbyrgt ávallt sama áfengismagn í öllum tilfellum, sem og samskonar drykkjutími og máltíð....

Nei bara að spá hvort að þessa sé vísindalegt eða ekki - hvor maður eigi eitthvað að taka mark á niðurstöðunum eður ei :S

4:51 PM  
Blogger Tryggvi said...

ég tek hana sem gilda! burt með bjór sullið!

5:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

ROMM! Enginn hausverkur, ekkert magavesin, bara þreyta og smá bömmer yfir því sem maður gerði af sér um nóttina.

5:12 PM  

Post a Comment

<< Home