Jól og Áramótaheit
Jæja, ég er mættur aftur í vinnuna. Svo sem allt í lagi þannig séð, hefði kannski átt að fara fyrr að sofa en það getur stundum verið erfitt að hætta að lesa góða bók. Ég fékk nefnilega Digital Fortress í afmælisgjöf. Digital Fortress er eftir höfund Da Vinci Code og ég verð að segja að mér fannst Digital Fortress betri en Da Vinci Code. Margir eru víst ósammála mér þar.
Ég eyddi mínum jólum eins og flestir aðrir gaurar. Ég svaf, át og las bækur. Maður étur á sig gat, leggur sig eftir kvöld mat, les í bók, fer ágætlega seint að sofa, sefur fram eftir öllu og étur kvöldmatinn sem morgunmat. Gott líf, heh. Ég fékk nú nóg af nytsamlegu dóti í jólagjöf. Ég gaf reyndar foreldrum mínum DVD spilara í jólagjöf. Mamma er núna farin að horfa á allar DVD myndirnar sem ég á. Hún tók sig meira að segja til og horfi á Lord of the Rings Extended version, allar 3 myndirnar á 2 kvöldum. Það er bara harka í þeirri gömlu.
Svo eru áramótin að koma á næsta laugardag. Ég er að hugsa um að eyða þeim edrú. Bara að prófa það í annað skiptið, ég skemmti mér konunglega síðast þegar ég gerði það, en ég held nú að ég hafi verið svona 18 ára þegar ég gerði það síðast. Þannig að þetta verður 10 ára afmælið... Ég ætla bara að vera á bíl og ekkert þunnur á nýju ári.
Svo er það nú blessað áramótaheitin. Venjulega myndi ég hugsa um að fara að hreyfa mig en ég er víst byrjaður á því þannig að ég er að hugsa um að hætta að reykja, endanlega. Ekkert að vera að reykja á djamminu eða neitt neitt. Ætli ég þurfi þá ekki að taka smá pásu frá djamminu. Bjór og sígó fer nefnilega svo vel saman víst.
Ég eyddi mínum jólum eins og flestir aðrir gaurar. Ég svaf, át og las bækur. Maður étur á sig gat, leggur sig eftir kvöld mat, les í bók, fer ágætlega seint að sofa, sefur fram eftir öllu og étur kvöldmatinn sem morgunmat. Gott líf, heh. Ég fékk nú nóg af nytsamlegu dóti í jólagjöf. Ég gaf reyndar foreldrum mínum DVD spilara í jólagjöf. Mamma er núna farin að horfa á allar DVD myndirnar sem ég á. Hún tók sig meira að segja til og horfi á Lord of the Rings Extended version, allar 3 myndirnar á 2 kvöldum. Það er bara harka í þeirri gömlu.
Svo eru áramótin að koma á næsta laugardag. Ég er að hugsa um að eyða þeim edrú. Bara að prófa það í annað skiptið, ég skemmti mér konunglega síðast þegar ég gerði það, en ég held nú að ég hafi verið svona 18 ára þegar ég gerði það síðast. Þannig að þetta verður 10 ára afmælið... Ég ætla bara að vera á bíl og ekkert þunnur á nýju ári.
Svo er það nú blessað áramótaheitin. Venjulega myndi ég hugsa um að fara að hreyfa mig en ég er víst byrjaður á því þannig að ég er að hugsa um að hætta að reykja, endanlega. Ekkert að vera að reykja á djamminu eða neitt neitt. Ætli ég þurfi þá ekki að taka smá pásu frá djamminu. Bjór og sígó fer nefnilega svo vel saman víst.