Wednesday, December 28, 2005

Jól og Áramótaheit

Jæja, ég er mættur aftur í vinnuna. Svo sem allt í lagi þannig séð, hefði kannski átt að fara fyrr að sofa en það getur stundum verið erfitt að hætta að lesa góða bók. Ég fékk nefnilega Digital Fortress í afmælisgjöf. Digital Fortress er eftir höfund Da Vinci Code og ég verð að segja að mér fannst Digital Fortress betri en Da Vinci Code. Margir eru víst ósammála mér þar.

Ég eyddi mínum jólum eins og flestir aðrir gaurar. Ég svaf, át og las bækur. Maður étur á sig gat, leggur sig eftir kvöld mat, les í bók, fer ágætlega seint að sofa, sefur fram eftir öllu og étur kvöldmatinn sem morgunmat. Gott líf, heh. Ég fékk nú nóg af nytsamlegu dóti í jólagjöf. Ég gaf reyndar foreldrum mínum DVD spilara í jólagjöf. Mamma er núna farin að horfa á allar DVD myndirnar sem ég á. Hún tók sig meira að segja til og horfi á Lord of the Rings Extended version, allar 3 myndirnar á 2 kvöldum. Það er bara harka í þeirri gömlu.

Svo eru áramótin að koma á næsta laugardag. Ég er að hugsa um að eyða þeim edrú. Bara að prófa það í annað skiptið, ég skemmti mér konunglega síðast þegar ég gerði það, en ég held nú að ég hafi verið svona 18 ára þegar ég gerði það síðast. Þannig að þetta verður 10 ára afmælið... Ég ætla bara að vera á bíl og ekkert þunnur á nýju ári.
Svo er það nú blessað áramótaheitin. Venjulega myndi ég hugsa um að fara að hreyfa mig en ég er víst byrjaður á því þannig að ég er að hugsa um að hætta að reykja, endanlega. Ekkert að vera að reykja á djamminu eða neitt neitt. Ætli ég þurfi þá ekki að taka smá pásu frá djamminu. Bjór og sígó fer nefnilega svo vel saman víst.

Friday, December 23, 2005

Tuttugasti og þriðji desember

Jæja það er kominn 23. des. Jólin eru á morgun... á laugadegi. Sem þýðir að að allir gefnir frídagar verða um helgar. 31.des er á laugardegi... bloddy hell. Jæja svona er þetta víst.

Ég er búinn að henda upp einhverju jólaskrauti. Nokkrir jólasveinar hér og þar, styttur og læti. Mér Finnst nú alltaf lýsingin vera mikilvægust. Hún kemur mér oftast í jólaskapið. Kerti og svona dæmi. Hitt finnst mér stundum bara vera eitthvað svo voðalega mikið skran, dót sem er bara fyrir. En alltaf gaman af jólunum.
Skildi maður fá jólahjól?

Spurning hvort maður gerir eitthvað af sér milli jóla og nýár, kannski maður fari út á sjó? Meiri líkur á því að maður finnur sér einhverja flösku og kynnir hana fyrir nokkrum öðrum flöskum og eða bjórum. Verða þunnur milli jóla og nýárs og skella sér svo í gymmið eftir áramót. Kaupa sér 3 mánaða kort í WC, mæta í tvær vikur og svo gefast upp, verða styrktaraðili líkamsræktastöðva.

Þetta var mitt bull, held bara meira bull en venjulega.

Monday, December 19, 2005

King Kong. Longest. Movie. Ever.

Ég og Rolf skelltum okkur í bíó síðasta laugardag Klukkan 10 og myndin var búinn hálf 2... friggin 3 og hálfur tími.... Salurinn var vel fullur af fólki og megnið virtist vera gelgjur. Maður heyrði allavega alltaf píkuskrækina og óstjórnanlegan hláturinn reglulega í þeim.

Já, eins og flestir vita, þá er það Peter Jackson sem leikstýrir endurgerð á myndinni King Kong frá árinu 1933. King Kong var víst endurgerð 1976 líka og man ég örlítið eftir henni. Peter Jackson er nú ágætur leikstjóri en ég held að hann hafi nú aðeins floppað með King Kong. Þessi mynd byrjar ágætlega. Sýnir vel kreppu ástandið í bandaríkjunum, allir að reyna að verða sér úti um pening og ríka fólkið traðkar á þeim fátæku. "It´s good to be the king".
Jack Black leikur Carl Denham, leikstjóra sem er reiðubúinn að gera hvað sem er til að gera mynd sína og finnur leikkonuna Ann Darrow (Naomi Watts) til að leika aðalkvennhlutverkið í myndinni sinni á móti aðal hetjunni Bruce Baxter(Kyle Chandler) Ásamt öðru ómerkilegu fólki fara þau í siglingu til Skull Island til að kvikmynda kvikmynd og myndin byrjar að fara niður salernið um leið og stigið er á eyjuna. Þeim er heilsað af þeim innfæddu með þeim eina sið sem þeir þekkja, með spjóti í bakið og fórnun ljósku til Kong, skiljanlega. Kong mætir á svæðið og kastar skít á þá innfæddu og hleypur burt með ljóskuna og hetjurnar okkar elta. Og þá koma bara langdregnustu bardaga/eltingar atriði í kvikmynd sem ég hef séð, og ég er búinn að sjá The Island.
Fyrst var smá Jurasic Park dæmi, risaeðlur að veiða aðrar risaeðlur og hetjurnar hlaupa með risaeðlunum í gegnum gil til að verða ekki troðin niður af 10 metra háum fjórfætlum eðlum. Það atriði tók svona hálftíma. Svo kom að því að King Kong steig í hringinn og barðist við ekki eina, ekki tvær heldur þrjár risaeðlur í einu. Allar jafnstórar og hann. Og að auki hélt hann á ljóskunni allan þann tíma sem hann var að gefa þessum eðlum hnúasamlokur. Þessi bardagi tók svona 40 mín. eða svo og barist var á jörðinni og í lofti sveiflandi sér í kaðli... svo komu risa kakkalakkarnir að berjast við hetjurnar og það tók sinn tíma.
Reynt var aðeins að gera Kong aðeins mannlegan og sýna að hann hafði tilfinningar og dót og mér fannst það bara takast ágætlega en það skilaði sér ekki alveg þar sem maður var orðinn soldið pissed af því að myndin var langdreginn.

Mér fannst þessi mynd allt í lagi, myndi gefa henni svona 6.5/10, ágætis skemmtun en of langdreginn og of löng. Þessi mynd hefði mátt vera mun styttri. Maður á ekki að þurfa að eyða 3 og hálfum tíma í bíó. Ég get sætt mig við 2 og hálfan og það hefði verið ekkert mál að stytta þessa mynd. Kötta út hluti af þessum endalausum action atriðum. Sum atriði í myndinni meikuðu heldur engan sense, sérstaklegalega í lok myndarinnar, Ann Darrow er á toppi Empire State byggingarinnar um hávetur klædd í efnislitlum kjól og henni virðist ekki vera kallt... Kong að skauta á tjörn... Kong er örugglega 10 tonn eða eitthvað og brýtur ekki ísinn.
Ég er nú bara hræddur við að DVD útgáfan verður ennþá lengri en bíó útgáfan. Kannski mun Peter Jackson sýna aum á mér og hafa DVD útgáfuna styttri.

P.S.
King Kong deyr í lokin.

Friday, December 16, 2005

Jólastress fress mess....


Jæja það er kominn 16. des. og ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Venjulega hef ég alltaf verið í prófum til svona 21. des. þunnur þann 22. og svo verslað jólagjafir með Bjarna og Hödda þann 23. des.
Það er nú bara nokkuð gaman, fyndið að sjá stressið og gleðina í fólkinu(Flestir eru í glasi). Strákarnir eru hlaupandi frá verslun til verslun við að reyna að finna eitthvað handa fjölskyldu sinni. Ekki ég. Það er siður í minni fjölskyldu að búa til jólaóskalista. Mjög þægilegt, maður skellir bara einhverju dóti sem manni langar í, og svo einhverju dóti sem maður veit að er of dýrt, þá finnst fólki eins og það hafi eitthvert val :D.
Höddi endar nær oftast að kaupa einhverjar gjafir í ótrúlegubúðinni sem mér finnst bara fínt. Óþarfi að vera að eyða einhverju stórféi í eitthvað rándýrt tækniundur sem fellur strax í verði í janúar. Ég er hellst að troða DVD diskum á listann minn og margir þeirra eru undir 1000 kallinn. Mig vantar orðið eiginlega ekkert dót. Ef ég vil fá eitthvað þá kaupi ég það sjálfur. Ég treysti eiginlega sjálfum mér bara til þess sko.

Tuesday, December 06, 2005

Mengun og nagladekk

Var að lesa grein í mogganum og að auki grein í vísi sem fjallaði um það að svifryk mengun hefur farið 20 sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík á ÞESSU ÁRI. Þessi svifmengun orsakast í 75% tilvika út frá umferð og þá sérstaklega af því að allir eru að keyra um á nöglum og tætandi upp malbikið hægri og vinstri.
Sjálfur nota ég ekki nagladekk. Mér finnst þau eiginlega vera orðin úrellt. Ég keyri um á heilsársdekkjum eins og stendur en hef líka notað harðkornadekk sem mér finnst nú vera bara hin bestu dekk. Ég get nú þó vel skilið að nota nagladekkin utanbæjar, þar sem oft myndast þykkt lag ís á þjóðvegunum, en í borginni er það tilganglaust þar sem stöðug umferð og söltun sér um að ís nær ekki myndast af neinu viti.
Að auki tæta nagladekin stöðugt upp malbikið þannig að næsta sumar þarf að leggja nýtt malbik í götin sem myndast og kostnaður við að viðhalda þessum vegum er gífulegur.
Að mínu mati ætti að banna nagladekkin í borginni. Það eru til helling af öðrum mögulegum dekkjum til að skella undir bílinn sinn, svo sem heilsársdekk, loftbóludekk, harðkornadekk og vetradekk.
Og að auki þar sem loftmengun kemur af nagladekkjum má heldur ekki gleyma hljóðmenguninni sem kemur af þessum dekkjum.

Friday, December 02, 2005

Bull

Jæja það er kominn en einn föstudagurinn. Mér leiðist eins og fyrri daginn í vinnunni. Ég virðist vera of snöggur fyrir stjórann minn að leysa þau vandamál sem hann lætur mig fá. Held að þekki bara verkefnið svo vel að ég flýg í gegnum þau.

Held að ég sé bara að bulla hérna af því að mér leiðist, hef eiginlega ekkert að skrifa.
Sá reyndar auglýsingu fyrir Íslenska Batchelorinn í gær á Skjá Einum. Funny Stuff. Hann var að láta 3 stelpur fá rósir og ein þeirra vildi ekki fá rós frá honum. Henni fannst hann víst vera svo mikill drulluhalli. Gaurinn varð mjög skömmustulegur og aumingjalegur í útliti við að heyra þær fréttir.
Svo stelpan sem átti ekki að fá rós frá honum fær hana núna, þó hann ætlaði henni ekki rósina. Hún spurði hann hvort hún hafi ætlað henni rósina og hann svaraða "ætlarðu að taka hana eða ekki?". Hún gerði það. Ég var nú samt hissa að stelpan tók við rósinni, ég hefði gefið honum fingurinn og plantað fótinum mínum á milli lappanna á honum, ef ég væri stelpa sko...
Hann er að sætta sig dömu sem hann er minna hrifin af og hún er að sætta sig við annað sætið og þá þekkingu að hann setti hana í síðasta sætið. Frekar sorglegt, ég hló fremur mikið af þessu.

Jæja, ég er kominn upp í 30 ferðir í sundinu. Sem gerir 750 metra. Veit nú ekki hvað ég er lengi að synda þetta en ég er ekkert að dróla við þetta sko. Stefni á 1 km í lok næstu viku.

Hmm jæja föstudagur...
Kannski maður kaupi sér eina rauðvíns flösku og pakka af Camel Lights... Veit að ég ætti að fá mér osta og sultu með rauðvíninu en ég bara er ekki alveg í þeim pakka ennþá.