Friday, December 02, 2005

Bull

Jæja það er kominn en einn föstudagurinn. Mér leiðist eins og fyrri daginn í vinnunni. Ég virðist vera of snöggur fyrir stjórann minn að leysa þau vandamál sem hann lætur mig fá. Held að þekki bara verkefnið svo vel að ég flýg í gegnum þau.

Held að ég sé bara að bulla hérna af því að mér leiðist, hef eiginlega ekkert að skrifa.
Sá reyndar auglýsingu fyrir Íslenska Batchelorinn í gær á Skjá Einum. Funny Stuff. Hann var að láta 3 stelpur fá rósir og ein þeirra vildi ekki fá rós frá honum. Henni fannst hann víst vera svo mikill drulluhalli. Gaurinn varð mjög skömmustulegur og aumingjalegur í útliti við að heyra þær fréttir.
Svo stelpan sem átti ekki að fá rós frá honum fær hana núna, þó hann ætlaði henni ekki rósina. Hún spurði hann hvort hún hafi ætlað henni rósina og hann svaraða "ætlarðu að taka hana eða ekki?". Hún gerði það. Ég var nú samt hissa að stelpan tók við rósinni, ég hefði gefið honum fingurinn og plantað fótinum mínum á milli lappanna á honum, ef ég væri stelpa sko...
Hann er að sætta sig dömu sem hann er minna hrifin af og hún er að sætta sig við annað sætið og þá þekkingu að hann setti hana í síðasta sætið. Frekar sorglegt, ég hló fremur mikið af þessu.

Jæja, ég er kominn upp í 30 ferðir í sundinu. Sem gerir 750 metra. Veit nú ekki hvað ég er lengi að synda þetta en ég er ekkert að dróla við þetta sko. Stefni á 1 km í lok næstu viku.

Hmm jæja föstudagur...
Kannski maður kaupi sér eina rauðvíns flösku og pakka af Camel Lights... Veit að ég ætti að fá mér osta og sultu með rauðvíninu en ég bara er ekki alveg í þeim pakka ennþá.

1 Comments:

Blogger Þarfagreinir said...

Þú verður farinn að gadda í þig osta og hlusta á Mahler áður en þú veist af. Þetta er óhjákvæmileg þróun.

8:00 PM  

Post a Comment

<< Home