Friday, December 16, 2005

Jólastress fress mess....


Jæja það er kominn 16. des. og ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Ég er ekkert að stressa mig yfir þessu. Venjulega hef ég alltaf verið í prófum til svona 21. des. þunnur þann 22. og svo verslað jólagjafir með Bjarna og Hödda þann 23. des.
Það er nú bara nokkuð gaman, fyndið að sjá stressið og gleðina í fólkinu(Flestir eru í glasi). Strákarnir eru hlaupandi frá verslun til verslun við að reyna að finna eitthvað handa fjölskyldu sinni. Ekki ég. Það er siður í minni fjölskyldu að búa til jólaóskalista. Mjög þægilegt, maður skellir bara einhverju dóti sem manni langar í, og svo einhverju dóti sem maður veit að er of dýrt, þá finnst fólki eins og það hafi eitthvert val :D.
Höddi endar nær oftast að kaupa einhverjar gjafir í ótrúlegubúðinni sem mér finnst bara fínt. Óþarfi að vera að eyða einhverju stórféi í eitthvað rándýrt tækniundur sem fellur strax í verði í janúar. Ég er hellst að troða DVD diskum á listann minn og margir þeirra eru undir 1000 kallinn. Mig vantar orðið eiginlega ekkert dót. Ef ég vil fá eitthvað þá kaupi ég það sjálfur. Ég treysti eiginlega sjálfum mér bara til þess sko.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home