Monday, December 19, 2005

King Kong. Longest. Movie. Ever.

Ég og Rolf skelltum okkur í bíó síðasta laugardag Klukkan 10 og myndin var búinn hálf 2... friggin 3 og hálfur tími.... Salurinn var vel fullur af fólki og megnið virtist vera gelgjur. Maður heyrði allavega alltaf píkuskrækina og óstjórnanlegan hláturinn reglulega í þeim.

Já, eins og flestir vita, þá er það Peter Jackson sem leikstýrir endurgerð á myndinni King Kong frá árinu 1933. King Kong var víst endurgerð 1976 líka og man ég örlítið eftir henni. Peter Jackson er nú ágætur leikstjóri en ég held að hann hafi nú aðeins floppað með King Kong. Þessi mynd byrjar ágætlega. Sýnir vel kreppu ástandið í bandaríkjunum, allir að reyna að verða sér úti um pening og ríka fólkið traðkar á þeim fátæku. "It´s good to be the king".
Jack Black leikur Carl Denham, leikstjóra sem er reiðubúinn að gera hvað sem er til að gera mynd sína og finnur leikkonuna Ann Darrow (Naomi Watts) til að leika aðalkvennhlutverkið í myndinni sinni á móti aðal hetjunni Bruce Baxter(Kyle Chandler) Ásamt öðru ómerkilegu fólki fara þau í siglingu til Skull Island til að kvikmynda kvikmynd og myndin byrjar að fara niður salernið um leið og stigið er á eyjuna. Þeim er heilsað af þeim innfæddu með þeim eina sið sem þeir þekkja, með spjóti í bakið og fórnun ljósku til Kong, skiljanlega. Kong mætir á svæðið og kastar skít á þá innfæddu og hleypur burt með ljóskuna og hetjurnar okkar elta. Og þá koma bara langdregnustu bardaga/eltingar atriði í kvikmynd sem ég hef séð, og ég er búinn að sjá The Island.
Fyrst var smá Jurasic Park dæmi, risaeðlur að veiða aðrar risaeðlur og hetjurnar hlaupa með risaeðlunum í gegnum gil til að verða ekki troðin niður af 10 metra háum fjórfætlum eðlum. Það atriði tók svona hálftíma. Svo kom að því að King Kong steig í hringinn og barðist við ekki eina, ekki tvær heldur þrjár risaeðlur í einu. Allar jafnstórar og hann. Og að auki hélt hann á ljóskunni allan þann tíma sem hann var að gefa þessum eðlum hnúasamlokur. Þessi bardagi tók svona 40 mín. eða svo og barist var á jörðinni og í lofti sveiflandi sér í kaðli... svo komu risa kakkalakkarnir að berjast við hetjurnar og það tók sinn tíma.
Reynt var aðeins að gera Kong aðeins mannlegan og sýna að hann hafði tilfinningar og dót og mér fannst það bara takast ágætlega en það skilaði sér ekki alveg þar sem maður var orðinn soldið pissed af því að myndin var langdreginn.

Mér fannst þessi mynd allt í lagi, myndi gefa henni svona 6.5/10, ágætis skemmtun en of langdreginn og of löng. Þessi mynd hefði mátt vera mun styttri. Maður á ekki að þurfa að eyða 3 og hálfum tíma í bíó. Ég get sætt mig við 2 og hálfan og það hefði verið ekkert mál að stytta þessa mynd. Kötta út hluti af þessum endalausum action atriðum. Sum atriði í myndinni meikuðu heldur engan sense, sérstaklegalega í lok myndarinnar, Ann Darrow er á toppi Empire State byggingarinnar um hávetur klædd í efnislitlum kjól og henni virðist ekki vera kallt... Kong að skauta á tjörn... Kong er örugglega 10 tonn eða eitthvað og brýtur ekki ísinn.
Ég er nú bara hræddur við að DVD útgáfan verður ennþá lengri en bíó útgáfan. Kannski mun Peter Jackson sýna aum á mér og hafa DVD útgáfuna styttri.

P.S.
King Kong deyr í lokin.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bitch ass muthefucke, þú hefðir átt að koma með spoiler-aðvörun!

4:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

20 metra górilla meikar heldur ekki mikið sense..

5:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Tjörnin var nú líklega frosin í gegn...

10:36 AM  

Post a Comment

<< Home