Tuesday, May 22, 2007

Stopp í bili

Ég ætla að stoppa að blogga hér í smá tíma. Stefni á að nota blog.is til blogga.

Þeir sem vilja fylgjast með mínu bulli geta kíkt hingað á næstunni.
Fínasta bloggkerfi hér. Mun örugglega koma inn smá myndarsvæði og læti þar.

Monday, May 21, 2007

Hressandi ekki satt?

Ég ákvað víst hafa smá snjókomu í nótt. Bara svona upp á smá breytileika. Ég er alfarið búinn að fá leið á því að þurfa ekki að skafa smá snjó af bílnum mínum á morgnana. Ákvað bara að hafa smá snjókomu og leyfa fólki að fá smá hressandi hreyfingu í morgunsárið.

En það var nú mikil ánægja að keyra í vinnuna um átta leitið í morgun. Allir háskóla og menntaskóla nemendur eru ekki lengur á götum Reykjavíkur á morgnana. Það er nokkuð æðislegt að geta keyrt um göturnar án þess að einhver krúnrakaður brjálæðingur með gleraugu og skegg æpi á þig af því að þú keyrir eins og gömul blind leðurblaka með kaffi stólpípu og korktappa í borunni.

Friday, May 18, 2007

Föföföföföflöskudagur!!

Thursday, May 17, 2007

Kvikmyndaleikur !!

Nennikki!!!
Of þreyttur til að finna 4 kvikmyndir og póst þeim hér.

Svo er víst ríkisstjórnin fallin. xD er að spjalla við allt og alla og reyna að mynda nýja ríkisstjórn.
Síðasta ríkisstjórn var víst við völl í 12 ár. Kannski er kominn tími til að fá nýja stjórn. Það er víst ýmisslegt sem þarf að laga hér og þar. Laga bætur, fjölga þessu, fixa þetta. Lækka skatta og gera hitt og þetta.

Wednesday, May 16, 2007

Blog.is

Ég bjó mér til account hjá blog.is í mars síðastliðnum. Setti inn mína fyrstu færslu það í dag.
Ég stofnaði accountinn af því að einhver bavíani var að bulla eitthvað út í loftið með hnefa fullann af brundi og munvik fullt skít. Man nú ekki nákvæmlega hvaða heimsku hann var með en það leiddi mig afvegis frá blogspot... frá google.... gooogle is my friend... You should be friends with google... all Hail google!.

Tuesday, May 15, 2007

Reykingarbann 1. júní 2007

Þann fyrsta júní næstkomandi, á föstudegi meira að segja, mun reykingarbann taka gildi á veitingarstöðum og börum á Íslandi.
Ágætt verð ég að segja, þynnkan mín er alltaf mun minni ef ég er í reyklausu umhverfi. Hef ekkert á móti því að hoppa út ef mig langar í rettu. Spurning bara hvort ég kemst inn aftur á veitingarstaðinn.
Ég er samt forvitinn um hvernig fólk tekur við þessum breytingum. Sérstaklega þar sem þetta tekur gildi á föstudegi.. Fullt fólk... fullir íslendingar meira munu örugglega vera með leiðindi. slást við dyraverði og barþjóna þegar þeim er ekki leyft að reykja sínar rettur í friði..
Spurning hvort maður verður ekki bara edrú niður í bæ til að fylgjast með óreiðunum sem byrja út af þessu.

Monday, May 14, 2007

WulfMorgenThalerSvo mun ég kannski blogga um kosningar seinna og þykjast vita um hvað ég er að tala... Get nú sagt eitt, Árni Johnsen, Father of seven turds, ....NOOOO DO NOT WANT!!