Thursday, March 30, 2006

Gluggaveður

Það sést varla ský á himni einmitt núna, sólin skín og vindurinn hvín. Það er kalt úti en samt ekki. Ég kann nefnilega að klæða mig fyrir íslenskt veðurfar og ég geri það ekki með því að klæðast stórri rauðri dúnúlpu eins og margir ferðamenn.
Ég hef mjög gaman að vorinu. Lífið er að vakna eftir vetrardvalan. Grasið verður grænt. Fuglar byrja að syngja, sólinn kemur upp á skygganlegum tíma og stelpurnar byrja að fækka fötum... og það er það sem skiptir máli.
Stelpur um vetur eru insane. Þær eru oft léttklæddar um hávetur, í sokkabuxum og stuttum pilsum, "you gotta shave before putting on a dress like that and I don´t mean your legs", standandi í röð fyrir framan einhvern hnakkaskemmtistað í 2 tíma. Heh orðnar bláar áður en þær komast inn.
Anyhoo, Vorið. Sumarið. Good times. Oftast allavega. Aldrei að vita hvað gerist í þessu vindrassgati sem sumir kalla Ísland. Eins og stendur er sólríkt hérna í Reykjavík en fyrir norðan er allt í snjó.

Helgin er að koma, sem þýðir að ég mun opna 1 Lítra flösku af vodka og drekka um helminginn. Ég ætla að djamma og verða fullur og verða vitlaus. Ég ætla að segja ranga hluti og ég ætla að gera mig að fífli. Ég ætla ekki að æla eða sulla niður áfengi. Ég ætla að koma heim með alla þá hluti sem ég tók með mér niður í bæ, fyrir utan kannski tóman sígópakka. Ég ætla að vera skemmtilegur og ég ætla að vera rólegur.
Ég er virkilega að hugsa um að prófa að kíkja í nýja staði. Því það er ekkert gaman að staðna á einum stað þegar staðreyndin er að það eru margir aðrir staðir til að staðna á og staðan er að staðurinn sem ég er staðnaður á er að staðna, í staðinn þarf ég að finna annan stað til að geta staðfest að ég geti staðnað á þeim stað í stað þess að staðna á gamla staðnaða staðnum... you dig?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home