Monday, March 27, 2006

Mánudagur + Kvef.

Jæja það er kominn enn einn mánudagurinn. Góða viða þennan mánudag að hann er síðasti mánudagur fyrir mánaðamót! Wheee!
En ég er að verða kvefaður. Var einmitt að horfa á þátt um hvernig maður smitast af kvefi. Nokkuð gaman að horfa á þennan þátt. Sýnt var hvernig veirunni tókst að koma sér í gegnum nefið, niður í háls og svo læðast inn í veiru og taka yfir hana. Þar fjölgar hún sér og sendir fleiri veirur út í líkaman frá sýktu frumunni.
Svo tók líkaminn að berjast á móti. Með stórskotaárás. Líkaminn byrjar sko ekki með nákvæmis árás á veiruna. Líkaminn ræðst á þær frumur sem eru smitaðar og allar þær frumur sem eru nágrannar hennar. Allt brak sem myndast í þessum árásum er flutt niður í maga til að meltast, svo seinna ræður líkaminn ekki við þetta allt brak og þá byrjar maður að hósta og slími og fjöri.
Svo tekur líkaminn sig til að gera lífið manni leitt. Lækkar líkamshitan, gefur manni höfuðverk og allt í þágu líkamans til að berjast við veiruna. Á endanum taka nokkrar varnafrumur sig til og ræna einni veirunni, yfirheyra hana í smá tíma og uppgvöta veikleika hennar og senda út Rambó og Terminantor til að ráðast á veirurnar í hálsinum. Eftir smá tíma áttar líkaminn sig á því hvernig er best að rústa sýktu háls frumunum sjálfum og senda James Bond til að setja nokkrar sprengjur á vel valda staði.

Þessir þættir heita BodyWorks og það er bara ansi gaman að horfa á þá. Þetta var bara eins og einhver stórstyrjöld í líkamananum og örugglega var það. Í sama þætti var líka fjallað um það þegar kona verður ófrísk. Hvernig fóstrið tekur yfir stjórn líkama konunar með efnaboðum. Nokkuð áhugavert að sjá.
Þættirnir minna mig soldið á gamla teiknimyndaþætti sem ég horfði á sem krakki. Man ekki alveg hvað þeir hétu. En það var gamall gaur alltaf. Var eiginlega bara skegg og gleraugu. Tveir vondir gaurar( í líkamanum hefðu þeir örugglega verið napóleon eða hitler að ráðast á líkaman)
og svo einhverjir góðir gaurar líka. Snilldar þættir.

P.s. How much wood could a woodchuck chuck wood if a woodchuck could chuck wood?

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hétu þessir þættir ekki Einu sinni var?

Zoidberg fílar vitnanir í Monkey Island!

12:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

5

7:16 PM  

Post a Comment

<< Home