Monday, May 29, 2006

Bye bye job

Jæja, á næsta miðvikudag er síðasti dagurinn í vinnunni. Da boss hefur ekki efni á að hafa mig lengur þar sem samningurinn við stæðstu peningavélina er runninn út. Ég átti nú reyndar að hætta hjá honum í byrjun desember á síðasta ári en ég er víst svona fjandi góður starfsmaður að hann héllt mér í 5 mánuði lengur en ella.
Ég hef verið að sækja um vinnu hér og þar og farið í viðtöl á hinum og þessu stöðum. Satt að segja vantar mig ekki vinnu alveg strax. Ég væri nefnilega til í að fá smá frí, en ég myndi auðvitað taka nýja vinnu ef hún væri í boði.
Kannski ég stofni bara mitt eigið fyrirtæki og fer að taka að mér verkefni. Gallinn er, hvar finnur maður verkefni. Á maður að auglýsa sig í mogganum? á maður að spamma alla með tölvupósti, hóta að drekkja þeim í pósti ef maður fær ekki verkefni? Fara í fyrirtæki og finna galla í hugbúnaði þeirra og segjast geta gert betri?
Eða á maður að liggja aðeins heima fyrir, slappa af, lesa bók í smá tíma og skella sér svo aftur í vinnumarkaðinn þegar maður kemur brúnn og sæll frá Benidorm?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home