Monday, May 22, 2006

Hard Rock Hallelujah!

Eins og allir ættu nú að vita þá kom Lordi frá Finnlandi, sá, sigraði, hræddi littlu börnin og gerður Grikkjana örugglega fúla. Og víst nokkra veðbanaka líka.
Sumir eru að segja að hlutverkaleikurinn World of Warcraft sé að þakka að Lordi vann. En mikið hefur víst verið að hvetja fólk þar að kjósa Lordi. En mér er sama, þetta var með betri lögunum. Frumlegt, skemmtilegt og almennt hressandi. Þó að aðalsöngvarinn hafi byrjað að skella makeuppi á andlitið á sér um níu ára aldur, þá breytir það engu að hann er í risavöxtnum skóm.

Hildur héllt júróvision teiti. Við strákarnir gáfum henni trampolín í afmælisgjöf. Það var fullt fólk að hoppa á trampolíni. Fólk var að trampolínast út um allt. En nóg af góðu fólki. Soldill aldursmunur á fólki og mér sýndist að hóparnir voru að forðast hvorn annan. Svo var skellt sér í bæinn og það var soldið kallt í bænum. Ég hefði átt að skella mér í föðurlandið.

Já. Núna er Viktor orðin sleazy staður líka. Þetta eru bara aukaverkanir frá því að ég er búinn að minnka drykkjuna. Ég get séð allan soran. Kannski ég byrji að drekka meira svo ég sjái hann ekki.... Eða bara sleppi því að nota gleraugu. En þá er nú aldrei að vita með hverju maður endar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home