Friday, May 19, 2006

Eurovision Smeurovision

Ég tók mig til og druslaðist til að horfa á forkeppnina í eurovision í gær með bjór í hendi og sígó í annari. Þar sem ég hafði samasem ekkert verið að fylgjast með eurovision þá var ég ekki búinn að sjá neitt af þessum lögum fyrir utan Ísland, Finnland og Svíþjóð minnir mig.
Þetta var alveg ágætis skemmtun. Leiðinlegt að Ísland komst ekki áfram en það hefði verið gaman að sjá hana fara alla leið með þetta og alles.
Púað var á Silvíu nótt þegar hún tók lagið og var víst púað mikið á hana í æfingu líka. Það er nú ekki skrítið. Flest fólkið sem fer og horfir á þetta live er örugglega die-hard aðdáendur og þeim finnst að Silvía sé að eyðileggja Eurovision.
En það eru nú annað land sem sendi lag sem er á svipuðum toga. Lithuania og svo auðvitað Finnland með Lordi.

Þetta er annað skiptið sem ísland fær ekki að taka þátt í eurovision.
Ég er pínku fúll. Held að ég sé farinn að fíla þetta aðeins betur í ellinni.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Getting old you are...oh yes yes...

1:52 PM  

Post a Comment

<< Home