Saturday, May 13, 2006

Supernatural og Doctor Who

Ég hef fundið mér tvo nýja þætti til að horfa á. Þetta eru Scifi og yfirnáttúrulegir þættir.
Suðernatural og Docktor Who.

Supernatural eru þættir um tvo bræður í leit að pabba sínum. á ferð sinni taka þeir sig til og berja við djöfla og anda með öllum ráðum. Nokkuð spúkí þættir. Minnir soldið á X-Files bara enginn E.T. að hringja heim. Já, og svo er tónlist nokkuð góð, virðist bara vera klássískt rokk.

Doctor Who er endurgerð eða framhald af breskum þáttum frá 1963. Þetta fjallar um gaur sem ég held að sé geimvera eða eitthvað, hann er allavega ódauðlegur. Hann ferðast um í símaklefa í gegnum geim og tíma og almenn að gera góða hluti og haga sér furðulega. Algjört Scifi bull í gegn. Ég fíla það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home