Thursday, May 11, 2006

Það er fimmtudagur

Og það rignir úti. Það er búið að vera fínasta veður hérna í Rvk síðastliðna daga og hefði verið ennþá bestur ef þetta mistur hefði ekki legið yfir borginni. Þetta mistur kom víst frá Póllandi og er mengun. Pólverjar, eins og allir vita búa á póli, og brenna víst voðalega mikið af kolum ennþá og skapa ágætlega mikið af loft mengun.
En við græddum smá á þessu, síðustu sólsetrin hafa verið nokkur rosaleg.

Ég er búinn að þyngjast. Ég er er að ná 80 kílóum og ég er ekki að fitna, thank god for that.
Ég hef eiginlega óvart byrjað að breyta matarræði mínu. Ég er farinn að borða minna af rusla fæði og farinn að forðast fitu þegar ég get. Svo er ég líka hættur að fá BMT Subway og fæ mér kjúklingar subway í staðinn. Kjúklinga subway flokkast víst sem heilsubátur. Ég skelli reyndar BBQ sósu og sætu sinnepi á hann. Soldið dýr sub.
Hilmar félagi minn, vill ekki borða subway, honum finnst að hann gæti alveg eins búið til svona mat heima. Frekar kýs hann að fá sér fiski hamborgara á McDonalds og gulrætur í stað franskra kartafla. Það er líka hægt að skella fiski á milli tveggja brauðsneiða heima sko!
Fiskurinn og gulræturnar á McDonalds eru djúpsteiktar í nautafitu, ég er viss um það, allt er djúpsteikt í nautafitu, maturinn, matseðlarnir borðin, starfsfólkið. Mér finnst alltaf eins og ég sé búinn að fitna eftir að ég fer þar inn, kannski það sé bara öll þessi fita í lofti sem festist á mann þegar maður gengur inni á McDonalds.
Skil ekki hvernig fólk getur borðað á McDonalds, maturinn er eitthvað svo gervilegur og óaðlaðandi... alveg eins og Hilmar.
BADA BING!

P.S.
Ég er að prófa nýtt letur.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Trickið er bara að stíga ekki fæti þarna inn - né að láta tengja þetta við sig á einn eða neinn hátt.

12:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Quizno's er staðurinn. Subway er ekki einu sinni í sömu deild og Quizno's. Ef maður léti bát frá Subway á borðið við hliðina á Quizno's bát myndi Subway báturinn líklega taka harakiri á þetta, slík væri skömmin.

McD. er bara það sem hann hefur alltaf verið, viðbjóður beint í bílinn á einni mínútu. Can't beat that!

2:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bara persónulegar árásir í gangi!!!
Svo að ég réttlæti það að ég fái mér McDonalds annað slagið þá er McDonalds 10 skref frá vinnustaðnum mínum auk þess sem maður veit að hverju maður gengur þegar maður fer þangað. Það finnst mér nokkuð mikilvægt við val á skyndibita að þú fáir það sem að þú býst við, ok það getur verið ógeðslegar gulrætur steiktar upp úr nautafitu en það er akkúrat það sem maður pantaði. Auk þess sem staðurinn er opinn til 23:00 á kvöldin sem hentar manni sem borðar kvöldmatinn um 22:30 helv vel. Annars er ég orðinn grænmetisæta og borða aðeins lífrænt ræktað grænmeti í öll mál.

hix out

1:35 PM  

Post a Comment

<< Home