Monday, April 03, 2006

Kvikmynda gagnrýni

Ég kíkti á tvær myndir um helgina. Æon Flux og Blood Rayne.
Æon Flux er víst gerð eftir einhverri teiknimyndafígúru og er með Charilze Theron í aðalhlutverki. Myndin fjallar um að í náinni framtíð mun vírus þurka út 98% mannkynsins og síðasta fólkið býr núna einni borg sem á að vera utopia en er ekki.
Theron er launumorðingi og á að drepa aðal vonda gaurinn en gerir það ekki af því að hún heldur að kannski hafi hún sofið hjá honum einhverntímann. Mikið af hasaratriðum og tilganglausum atriðum með konu sem er með hendur í stað fætra. Illa skrifuð, leikinn og almennt hræðileg mynd. Reynt soldið að líkja eftir Equilibrium(sem var hin besta mynd) en mistekst algjörlega. Reynt að koma einhverju á framfæri en mistekst í allastaði. Ef ég væri 16 ára hefði ég kannski haft meira gaman að henni.
IMDb gefur henni 5.3 í einkunn.

Hin myndin sem ég sá var Blood Rayne. Mynd byggð á tölvuleik. Þessi mynd gerið árið 16 hundruð og súrkál einhverstaðar í miðaldarlandi sem er stútfullt af vampírum. Þessi mynd er hræðileg. Illa leikin. Lélegt var leikara. Léleg myndataka. Eiginlega allt við þessa mynd var lélegt. Eftirfarandi leikarar voru í þessari mynd. Ben Kingsley, Michael Madsen og Friggin Meatloaf!. Lélegur leikur hjá þeim öllum. Held að enginn áhugi var þarna fyrir hendi sko.
Ég virkilega spólaði yfir þessa mynd. Að horfa á þessa mynd var eins og að láta fjarlægja endajaxla á meðan einhver hoppar á eystunum á þér og þú ert neyddur til að hlusta á Celine Dion á meðan einhver les fyrir mann Vogon ljóð. Ef ég væri á sýru og kannski dauður þá hefði ég kannski gaman að þessari hræðilegu mynd.
IMdb gefur henni 2.2 í einkunn.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahaha... ég fór líka á Aeon flux um helgina... ferlega léleg og ég missti af byrjuninni (og útskýringin á hvað hefði komið fyrir heiminn og væntanlega líka hvað þessir móníkanar voru og...)

Skemmti mér samt bara vel, var nákvæmlega eins og ég hafði sé hana fyrir mér, illa skrifuð hasarmynd með framtíðarfötum sem eru hönnuð fyrir karlkynsáhorfendur

10:10 AM  
Blogger Tryggvi said...

ha? er hún í bíó?

10:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

jebb, in ze movies

4:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já ég glápti líka um daginn ... hún var svosum ágætis afþreying - reyndar er allt ágætis afþreying þegar maður á að vera að gera ritgerð... hóst hóst

2:14 PM  

Post a Comment

<< Home