Wednesday, March 15, 2006

Coolio

Í gær tók ég mig til og fékk mér nýtt sófasett ásamt borði. Ei meir mun ég setjast varlega í trésófan. Aldrei þarf ég að hafa áhyggjur af brotnum spítum, lausum skrúfum eða hann einfaldlega falli saman þegar ég sest í hann.

Svart leður, það er sko málið, og svart borð í stíl. Ég er bara kominn með nýja stofu.
Er að pæla líka í að fá mér stafrænt sjónvarp í gegnum internetið en það krefst víst frekari rannsóknar vinnu um hvar hvernig og hversu mikið. Svo líka að fá sér heimabíó og glápa á imbakassan með stíl.

Ég verð að játa að ég er soldið lurkum lamin eftir að hafa komið sófasettinu á sinn stað. Svitinn lak af spenntum vöðvunum við átökinn. Ég og vörubílstjórinn mökuðu á hvorn annan olíu fyrir átökinn. Allar 16 ára stelpurnar skræktu af ánægju og misstu vatn þegar við tókumst á við að færa sófann. Eftir flutningana setumst við þreyttir í sófana og horfðum á hvorn annan, augu okkar læstust... en það er önnur lygasaga. :P

0 Comments:

Post a Comment

<< Home