Monday, March 06, 2006

Mánudagur í mars

Skítakuldi úti eins og stendur. Allavega þegar ég var á leið í vinnunna í morgun. En hverjum er ekki sama um það?

Kíkti í sumarbústaðarteiti síðasta laugardag. Fínn bústaður, pottur og nóg af rauðvíni,bjóri og piparsteik í kvöldmatinn( ég vil þakka Axeli fyrir góða matseld þó hann haldi því fram að hann hafi eldað steikina of mikið).
Spilað var Trivial Pursuit og pictionary. Ég, Einsi og Eyrún unnum Trivial en pictionary var eiginlega bara búið áður en mitt lið fékk að kasta teningnum.
Það var fremur langt síðan ég fór í bústaðarteiti, eini gallinn við þennan bústað var að það var eins og maður væri bara ennþá í borginni. Það var leðursófi, 3 ipods, tölva og græjur. Aðeins eitthvað of tæknivætt, en maður átti svosem von á þessu á 21. öldinni.

Ég lærði eina lexíu um helgina, eina sem ég var búinn að gleyma. Maður á ekki að blanda saman bjór og rauðvíni. Maður verður frekar þunnur. Svona vakna öskrandi þunnur. Dúndrandi höfuðverkur og... já dúndrandi höfuðverkur. Náði að skríða að mestu saman um kvöldmatarleitið.

Svo er kötturinn minn að fríka út. Ég held að gömlu hjónin séu ekkert að leika við greyið. Hann kemur niður til mín, rústar aðeins sófanum mínum, ræðst á lappirnar á mér og almennt böggar mig þar til ég leik aðeins við hann. Ég nota leikfangaör til þess. Gul rör með sogskál á endanum. Virkar frábærlega á kvöldinn, ég ligg bara í sófanum og veifa þessu í átt að kettinum. Hann fríkar út og ég slappa af.

P.s. Ég elska nýja LCD sjónvarpið mitt og modduðu Xbox vélina... vantar bara leiki í hana...
Tækið stóð sig vel í að sjá um mig í þynnkunni.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

alblóðugt takk

7:29 PM  

Post a Comment

<< Home