Tuesday, February 28, 2006

Kynlífsstunur FM

Það er búið að vera smá umræða um hvað má segja og ekki segja í útvarpi eftir að einhver stelpa fékk fullnægingu í beinni útsendingu hjá einhverjum gaukum í einhverjum útvarpsþætti. Davíð Þór og fleiri eru búnir að tjá sig um málið og nefndi Davíð Þór t.d. að ef eitthvað í útvarpinu sem þú villt ekki heyra þá áttu bara að skipta um stöð. Annar nefndi að það ætti að auglýsa svona dæmi vel áður og að það átti enginn von á þessu frá þessari tiltekinni útvarpsstöð, maður ætti frekar von á þessu ef stöðin héti Fullnægingarstöðin eða eitthvað svipað.

Ég og Doddi félagi minn, vorum á American style að ræða þetta aðeins og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri bara að stofna nýja útvarpsstöð. Hún myndi heita Unaðsópið eða eitthvað svipað. Þættirnir myndu fjalla um allt sem tengdist kynlífi. Fjallað væri um tól, tæki, krem, stellingar og olíur. Hægt væri að fá einhverja sérfræðinga og druslur af báðum kynjum í viðtöl og svo væri líka klámmyndagagnrýni og spurningarleikir þar sem allskyns hjálpartæki kynlífssins væru í verðlaun. Eina tónlistin sem væri spiluð myndi vera tónlist úr klámmyndum og líka tónlist sem væri með klámfengu efni eins og t.d. bloodhoundgang, Red Hot Chilli Peppers og fleiri.
Hagnaður myndi að sjálfsögðu verða af auglýsingum frá styrktaraðilum eins og t.d Bleikt og Blátt, stripstöðum og erótískum verslunum.
Markaðshópurinn væri örugglega að stórum hluta karlmenn og kynóðir unglingar en alvöru stelpur myndu nú líka hlusta á þetta.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú ert helvítis pervert Tryggvi...

3:40 PM  
Blogger Tryggvi said...

I agree. :D

4:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er svo týpísk karla thingy..

7:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

vegna ekki:)

5:01 PM  

Post a Comment

<< Home