Friday, February 10, 2006

Sund bull

Fyrir nokkrum dögum þá keypti ég mér ný sundgleraugu. Þau gömlu láku og ekkert gaman að synda með annað augað lokað, maður tapar einhvernveginn áttarskyninu. Allavega Doddi félagi minn benti mér á að fá mér sundgleraugu með styrk, þar sem ég nota gleraugu.
Ég gerði það og skellti mér í sund. Núna sé ég frá einum bakka til annars undir lauginni, 25 metra eða svo, eins og þetta væri um miðjan dag. Venjulega sá ég bara smá og ég held að ég vilji sjá þannig aftur. Það er ekkert gaman að sjá gamlar konur og karla sprikla í vatninu eins belja á svelli. Ég sé allt... en hey vorið og sumarið er á næsta leiti og allar fegurðardísirnar ættu þá að leggja sér leið í laugina að sýna kroppinn og ég mun vera þar.

Kíkti svo á standup í gær. Það var til styrktar krabbameinsveikum börnum. Rökkvi félagi minn og 2 aðrir sáu um skemmtanahald. Ágætis show fyrir utan það að ég fékk mér 3 bjóra og pínku ponsu þunnur eins og stendur. Svo er víst stefnan að fara á djammið í kvöld.. spurning hvort maður nennir.. en ég mun örugglega enda einhverstaðar í bænum syngjandi um það hvað hnakkar séu réttdræpir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home