Wednesday, February 01, 2006

Xfm - Capone

Flesta daga í vinnunni er hlustað á XFM. Á morgnana er hræðilegur þáttur með tveimum trúðum, Andra Freyr Viðarsyni og Búa Bendtsen. Þeir væru nú svosem ágætir ef þeir myndu nú ekki vera með píkuskræki og píkuhlátur á 5 mínútna fresti og gætu sleppt því að tala í 10 mín. um efni sem þeir og aðeins 7 manns hafa áhuga á. Þeir þykjast oft vera að ræða samfélagsmálin en oftast eru þeir bara að bulla... vona ég... Engir tveir gaurar geta verið svona heimskir. Annar þeirra eru nú skömminni skárri, gallinn er að ég veit ekki hver heitir hvað og hef reyndar eiginlega ekki áhuga á því. Mig grunar samt að það sé ekki ljóskan. Ljóskan hefur einhvernveginn þá ásýn að vera með lausa skrúfu.
Svo er líka þátturinn Mín skoðun. Hef nú ekki mikið álit á honum en það er nú örugglega bara af því að ég er ekki mikið fyrir íþróttir.

Helsta ástæðan fyrir því að ég hlusta á XFM er að þeir spila góða tónlist, nýtt í blandi við það gamla. Lagalistinn virðist innihalda ný lög í betri kanntinum en það mæti bæta við fleiri eldri lögum. Svo mæti líka hætta að spila endurgerðir á lögum, SÉRSTAKLEGA I heard it through the grapewine með CCR. Þetta lag fjallar um gaur sem grunar að kærasta hans sé að fara að hætta með honum og er fullkomið í upprunalegri útgáfu. Lagið á ekki að vera "happy". Þeir sem hafa heyrt nauðgunina vita hvað ég er að tala um.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hef reyndar ekki heyrt nauðgunina - en kann afar vel við gamla lagið.... og ætla bara að taka þínn orð trúarleg.

Reyndar er ég hundveik - so I just might be delerious... hver veit!

4:20 PM  
Blogger Þarfagreinir said...

Capone er ömurlegur :( Skil ekki hvernig þetta er látið viðgangast. Þessir fýrar eru með tvo þá mest pirrindu talanda sem ég veit um.

12:46 PM  

Post a Comment

<< Home