Wednesday, February 08, 2006

Það er eitthvað að mér....

Eitthvað meira en að ég tognaði í sundi.. Sundið var eitthvað erfitt. Ég var ekki að finna rétta taktinn. Annað hvort var afturendinn á mér upp úr vatninu og lappirnar spriklandi í lausu lofti meðan hausinn á mér sökk djúpt niður og ég skallaði botninn. Ég held að ég kenni bara vatninu um þetta dæmi. Vatnið var of þykkt, ég náði ekki að sökkva nógu mikið í það. Of mikið salt eða eitthvað... Kannski er þetta af því að ég var að éta mandarínur og lakkrís...

En það sem ég er að pæla í að ég virðist eiga erfitt að taka ákvarðanir. Eins og með bílakaup. Fyrst slyddujeppi núna eitthvað meira svalara eins og Mazda3. Núna er ég að pæla hvort ég eigi bara ekki að versla mér eitt stykki íbúð og hella mér í það helvíti næstu 40 árin eða svo. Finna mér einhverja á 13-14 millur, tvö herbergi, stofa, eldhús, þvottavél og bað. En það náttúrulega leiðir mig í þá átt að þurfa að taka fleiri ákvarðanir. Staðsetning, einbíli, blokk, hjólhýsi, pappakassi og allt.
Ég er eins og stendur í fínni íbúð og borga ekki krónu fyrir það. Kannski maður gerir bara eins og Reynir félagi minn gerði. Kaupa sér bíl, húsgögn og svo íbúðina. Kannski ég bara þurfi að finna mér fína dömu sem getur tekið svona ákvarðanir fyrir mig meðan ég ligg upp í sófa horfandi á imbakassann klórandi mér...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æi æi hvað þú átt bágt.....

Vildi að ég gæti vorkennt þér Tryggvi minn, en ég er ekki að sjá þig vilja flytja út af guesthouse mútta (vaxinn yfir hótelið - þjónustan aaaðeins búin að minnka).. ekki alveg strax a.m.k.

10:57 AM  

Post a Comment

<< Home