Monday, February 06, 2006

Það er mánudagur... tími fyrir fyrirsagnir...

Sem eru beint úr árbænum. Bíllinn hans Tryggva ásamt tugum annara eru frosnir við jörðu. Þykkur skjöldur úr ís hefur myndast utan um bílinn minn og annara. Besta leiðin til að losna við ísinn er að brjóta sér leið inn í gegnum skjöldinn og kveikja á vélinni. Það er stundum hægara sagt en gert, þar sem hurðirnar á bílnum eru oftast frosnar lokaðar. Og hlutirnir gætu verið verri ef ég myndi nú læsa bílnum, því oft kemur fyrir að lásinn frýs og þarf maður þá að beyta ýmsum ráðum til að komast inn í bílinn.
Ég, sem læsi ekki mínum bíl af ótta við þjófa, leyfir venjulega bílnum að hitna í um 10 mínútur og tek svo með mér klút þegar ég sest inn í bílinn, því framrúðan er þakinn bleytu.. innan í bílnum...
Það er gaman að búa í Árbænum. Ef fólk er að pæla af hverju ég læsi bílnum mínu ekki vegna þjófa. Það er vegna þess að þeir brjóta þá ekki rúðuna á bílnum til að komast inn í hann og sjá svo að það er ekkert í honum nema bilað kasettutæki, drasl sólgleraugu og gömul símaskrá.


Ég tók mig til og horfði á fréttirnar með ma og pa í gær. Svo kom fréttin með Silvíu Nótt. Ég hélt að gömlu hjónin myndu fá hjartaáfall. Langt síðan ég hef heyrt þau skella jafn mikið upp úr. Ég held að Silvía Nótt sé búinn að eignast tvo nýja aðdáendur. Móðir mín jafnvel lofaði að kjósa Silvíu Nótt áfram næsta laugadag. Ætli maður styður þá ekki Silvíu Nótt áfram. Kannski bara þá til að gera alla hina Eurovision keppendurnar brjálaða.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home