Monday, November 27, 2006

Helgin

Jæja ég var mjög prúður og góður strákur um helgina, reyndi að kíkja í bíó á föstudeginum en hitti ekki, tímasetningin fór eitthvað smá á mis... en fór út að borða á Red Chili þar sem alltaf er góður matur.

Á laugardeginum, Kom Rolfus og Bjarnus í heimsókn rétt fyrir sex, ég lánaði þeim íbúðina svo að þeir gætu hitað sig upp fyrir bæjarferð. Þeir lofuðu mér að vera farnir um átta leitið... því ég var að fara í leikhús á Das Experiment. Ansi langt síðan ég fór síðast í leikhús, minnir að það hafi verið Hellisbúinn, sem var ansi skemmtilegt.
Das Experiment var ansi mikið stuð verð ég að segja. Fyndið leikrit og að auki átakalegt. Sviðið var lítið og áhorfendur sátu ansi nálægt sviðinu. Sem held að hafi bara gert áhorfið betra. Mjög gaman bara verð ég að segja.
Auðvitað þurftu að vera einhverjar gelgjur sem sátu fyrir framan mig og flyssuðu að öllu eins og smá stelpur... Kemur alltaf eitthvað svona fyrir mig.
En já svo kem ég heim. Dumb and Dumber voru þarna ennþá. Þeir voru búnir að lofa mér að vera farnir og ekki reykja inni í stofu... Lube og gay midget porn út um allt.
Mér leið eins og foreldri að koma heim og finna son minn að halda teiti eða eitthvað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home