Thursday, November 16, 2006

Big Cat

Jæja, ég er hef verið að pæla í að kaupa mér íbúð. Skilyrðið er að hún er á jarðhæð, með lokuðum palli, þvottavél í baðherbergi og yfir 60 fm.
Það er nauðsynlegt að hún sé á jarðhæð því ég ætla mér að eiga kött, því ég get ekki ímyndað mér að lifa án þess að hafa kött nálægt mér. Mér langar í Maine Coon kött. Maður verður víst að borga fyrir svona kött. En þetta er sko alvöru köttur.
Þeir geta orðið um 12 kíló á þyngd, geta orðið einn metri á lengd og svo er þeir með hærri greind en meðal köttur. Þetta er eins og að eiga hund nema að hundurinn væri þá sjálfstæður og myndi grafa sinn eigin skít í jörðu.
Spurning hvað ég myndi þurfa að borga fyrir svona kött.
Ég gæti örugglega notað þessa ketti í að elta uppi hunda og drepa þá.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

60 fm2 ?? Taktu stærra. Annars þarftu strax að flytja aftur þegar þú eignast sambýlismann!

12:36 PM  
Blogger Tryggvi said...

Mann?
MANN!!?
WHAT!
og þegar ég er að tala um 60fm þá er ég að meina 2 herbergja, var reyndar að sjá eina sem er 3 herbergja... og á góð verði og á jarðhæð.

4:19 PM  

Post a Comment

<< Home