Thursday, September 07, 2006

Go Magni og Cold Turkey.

Jæja Magní er 500.000 kr ríkari. Hann komst áfram eins og allir ættu að vita og Storm Large var send heim. Persónulega fannst mér að Dilana ætti að fara heim, hún er eitthvað búinn að vera hálf léleg upp á síðkastið og Storm orðin mun betri. Svo er Storm líka með stór brjóst. Þetta er vera soldið spennandi og ég er alveg að lifa mig inn í þetta. Loka þáttur svo á næsta þriðjudag. Held að maður þurfi nú að safna liði og horfa á þetta saman.

Í öðrum fréttum, ég hef enga nettengingu heima. Ég er hættur með Hive og er að fara í Símann. Það er einhver bið á meðan Hive unplöggar og svo önnur bið þar til Síminn plöggar.
Spurning hvort ég geti lifað án internets... þetta mun örugglega vera ótengt yfir helgina.


....Ég er aðeins byrjaður að titra :(

UPDATE
Vegna þess að ég er ekki með nettenginu heima þá er myndasíðan mín óvirk.
sawwry.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home