Wednesday, May 24, 2006

Digital Island

Stafrænn afruglari hefur verið lengi í boði hjá 365, en foreldrar mínir hafa staðist það að fá hann ókeypis af því að... ööö þau eru gömul. Loks gafst 365 upp, hringdi í gömlu hjónin og sendi svo tvo gaura með afruglaran og settu hann upp. Núna h0rfa ma og pa á sjónvarpið í mun betri gæðum og enginn "draugur" er lengur á stöð 2. Eins og venjulega þá var ég búinn að segja þeim að gera þetta í hálft ár eða svo.
Mamma var svo stollt að hafa lært á að nota afruglaran til að horfa á sjónvarp, en þegar það kom að því að taka upp, þá fór allt til helvítis. Ég eyddi einum og hálfum tíma í að reyna að kenna mömmu á að taka upp í gegnum afruglarann. Hvernig sem ég reyndi að útskýra þetta fyrir henni þá sökk þetta bara ekki inn. Hún þóttist bara hlusta og spurði svo spurningar sem ég var búinn að svara. Hrmph! gamlir kennarar, ekki vanir að vera í nemandastólnum augljóslega. Á endanum fékk pabbi hláturskast yfir þessu öllu og gékk burtu rauður í framan.
Ég tók mig til og skrifaði flæðirit sem sýndi sjónvarp, afruglara og upptökutæki. Sýndi svo pabba hvernig þetta virkaði og lét hann læra á þetta með því að nota helv. afruglaran og svo kenna mömmu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home