Monday, March 20, 2006

Testosteron teiti

Síðasta föstudag héllt ég teiti, testosteron teiti þar sem það voru bara strákar í því. Það eina sem var drukkið var bjór og sterkt vín. Spilað var soldið af tölvuleikjum, hlustar á gott rokk, horft á tónlistarmyndbönd þar sem kvennfólki skorti klæðnað eða að menn voru menn og klæddust kvenna fötum, svo fór ég í keppni við Axel um hvor væri meira buff...og Ég vann. HA!!
Ég verð nú að segja að ef ég hefði ekki sýnt strákunum Mann Gegen Mann myndbandið þá hefði þetta örugglega endað með því að við hefðum verið að bera olíu á hvorn annan og farið svo í glímu.
En sem betur fer fór svo ekki. Spilað var bara Need for speed:Most wanted og tók ég sérstaklega eftir því að eftir því sem meira sem ég drakk, því betri urðu andstæðingar mínir í leiknum.
Skrítið...
En allavega, ég skemmti mér konunglega þarna og allar myndir sem teknar þarna voru voru sem betur fer á minni myndavél þannig að óæskilegar myndnir munu EKKI leka yfir á netið... bara ef mig langar til þess sko.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég held að það þurfi ekkert Mann gegen Mann myndband til að þú berir á þig olíu og farir í glímur við nakta karlmenn!!

Zoidberg hefur tjáð sig.

1:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Testosteron teiti? Er það eitthvað fínt nafn yfir pylsu partý? Ég er ekki viss um að fólki langi þá eitthvað til að sjá þessar myndir, Tryggvi minn.

5:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

og mér ekki boðið, nei, ha? já, ég skil ... hmmm... þá kannski væri þetta ekki testósterónteiti...

8:39 AM  

Post a Comment

<< Home