Monday, April 02, 2007

Álvers dæmið

Hafnfirðingar eru búnir að kjósa. Þeir kusu á móti stækkun Álversins í Straumsvík. Það munaði um 88 atkvæðum. Ég er víst ekki sá fyrsti sem er spurður um Álverið í straumsvík, en er þetta svo slæmt? Eru ekki önnur sveitarfélög ólm að fá álver til sín? Fá smá vítamín sprautu í samfélagið. Fínt segi ég bara, það myndi allavega hægja á fólksflóttanum til Reykjavíkur. Held meira að segja að Húsavík sé til í að fá Álver til sín.

En svo hefur nú verið eitthvað tal um kosningarsvindl. Að 700 manns hafi skráð búsetu í Hafnafirði til þess eins að kjósa á móti álverinu. Talað er um að kæra kosninguna og allt í hers höndum.
Held að þetta verður áhugavert að fylgjast með.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home