Wednesday, May 03, 2006

Slén

Jæja, maður er búinn að liggja fyrir framan imbakassann í tvo daga núna í veikindum, étandi snakk og nammi og reyna að láta sér líða sem best. Heilsan er ekki alveg 100% en er orðin betri.
Held að það sé svo kominn tími til að hrista af sér slénið, allavega eitt slén. Stefni á að fara að hlaupa stífluhringinn um helgina, spáin er nefnilega nokkuð góð og hlaup er allra meina bót. Stefni á líka að losna við björgunarhringinn og fá mér smá harðsperrur.
Verð nú að játa að ég hef ekkert verið að synda upp á síðkastið vegna þess að ég var farinn að fá höfuðverk eftir sundið sem er nú ekkert allt of gott. Svo fékk ég líka ný sundgleraugu þannig að ég sá OF mikið af fólkinu sem var í sundi...
Ætli maður fari nú ekki að synda aftur, góð hreyfing, maður fær sól á kroppinn og það er eitthvað sem má bæta víst hjá mér.
Ég er orðinn ansi fölur víst.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home