Tuesday, April 11, 2006

Queer Eye

Friggin Hilmar og hans Queer eye. Gaurinn kemur í heimsókn og byrjar að segja mér hvernig ég á að raða húsgögnunum í íbúðinni minni. Sófann hingað, þetta þangað, þetta er illa nýtt rými, ljótur litur á veggnum. Þetta skrifborð er of stórt. Best væri að færa þetta þangað og hitt hingað.
Gallinn er að ég held að hann hafi rétt fyrir sér. Það væri betra að hafa 2 sæta sófan við gluggan og 3ja sæta við vegginn sem 2ja sæta var. Skella svo sjónvarpinu á móti 3ja sæta og færa sjónvarpið á móti 3ja sæta sófanum.
Hann mældi líka með að ég myndi útvega mér autocad og skella íbúðinni inn í það og sjá hvernig þetta myndi líta út. Ég nenni því varla, kannski ég fari bara að færa húsgögn í kvöld.
Hef ekkert þarfara að gera...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Reddaðu þér HomePlaner forritinu, miklu betra en autocad...

11:22 AM  

Post a Comment

<< Home