Monday, April 10, 2006

Páskapartý

Jæja páskarnir eru að koma. Öllum er örugglega farið að hlakka til held ég bara. Nema mér. Mig hlakkar ekki til því að ég alveg steingleymdi að páskar væru að koma. Ef ég hefði verið ennþá í námi þá hefði mér hlakkað til að losna við að mæta í tíma og allt það helvíti.
Páskar eru "pagan" hátið. Alltaf haldnir á sunnudegi. Nenni ekki að fara nánar út í það því ég er ekki trúaður, en það er hægt að lesa allt um páskana á wikipedia.

Margir vina minna virðast vera soldið spenntir. Tal um mikið djamm og læti. Hehe, íslendingar virðast alltaf getað fundið afsökun til að djamma. Fögnum því að einhver gaur fyrir um 2000 árum vaknaði í helli og velti steini með því að halda partý!
Spurning bara hver mun halda partý og hvar á að halda partý.
...Af hverju eru allir að horfa á mig?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Af því þú ert maðurinn sem varst að koma því í tal við suma að þú yrðir einn í kotinu...

6:53 PM  

Post a Comment

<< Home