Thursday, February 23, 2006

Bíll!!!

Ég hef verið að skrifa hér soldið um hvernig bíl ég ætla mér að kaupa. Núna hef ég ákveðið að keyra minn hyundai accend '97 til dauða og kaupa mér svo nýjan bíl.
Þetta gæti tekið smá tíma þar sem bíllinn er rétt 9 ára og ég er bara búinn að keyra hann um 80K kílómetra.
Ég hafði verið að pæla að selja bílinn og kaupa mér nýjan en ég bara held að ég fái ekki fyrir hann. Hann er byrjaður aðeins að ryðga og hann er beyglaður(tvær stórar og ein minni). Svo er hann líka rispaður og vil ég þakka börnum nágrannans fyrir það.
Bíllinn er sko alveg að ganga. Þó hurðirnar sé farnar að verða ansi ryðgaðar og ég þarf að nota tvær hendur til að opna hurðina innan frá, þá er þetta bara hinn fínasti bíll.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fínasti bíll??? Þetta er helvítis Mad Max bíllinn!! Leifar af WW3 !!

3:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er góð hugmynd hjá þér og kauptu þér íbúð í staðinn.

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gotta go with Reynir here... íbúð íbúð :-)

5:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þarf svosum ekkert að kaupa þér neitt strax - getur lagt pening til hliðar for... ME!

9:26 PM  

Post a Comment

<< Home