Wednesday, February 22, 2006

The thing thats grows on the top of my head.

Jæja, núna er ég að nálgast 2 mánuði með hár. Minnir að ég hafi hætt að raka á mér kollinn einhverntíman rétt fyrir jól.
Spurning er hvort mér líst vel á hárið á mér, maður er nú með soldið há kollvik og hárið er farið að þynnast. Ég hafði nú verið krúnrakaður í um 3 eða 4 ár og var vel sáttur við það. Soldið mikil böl að raka alltaf á sér hausinn en maður var nú orðinn vanur því. Gera það bara reglulega á um 5 daga fresti og forðast að pinkulítil hár enda í náríunum.
Ég gerði reyndar óformlega könnun meðal félaga minna og vandamanna um hárvöxt minn. Flestir gaurarnir voru heiðalegir og sagði að ég væri betri krúnrakaður og allar stelpurnar lugu og sögðu að ég væri betri með hár.
Það er böl að vera með hár. Maður þarf að laga það til á morgnana þegar maður vaknar, skella vaxi eða einhverjum hárvörum í það, þvo það reglulega(þvoði reyndar á mér skallan en þurfi ekki eins mikið sjampó). Svo lyktar það eins og öskubakki eftir djamm.

Ég er að hugsa um að gefa hárinu mínu 2 vikur til einn mánuð í reynslu tíma. ef mér lýst ekkert á það, þá læt ég það fjúka. spurning hvort ég fari allaleið og byrji að raka mig með sköfu þá.
Prófaði það reyndar einu sinni, tók svona klukkutíma að gera það(óvanur) og svo þegar ég settist í leðursófa var eins og hnakkinn á mér var límdur við hann. Nokkuð creepy tilfinning.

Hmm, já og það gæti bætt sundið mitt :D





Come on ég leit svona út -->
Hef ekki ennþá fundið góða
mynd af mér með hár

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hmm... ef ég segi eitt - þá heldurðu að ég meini annað, þar sem ég er "stelpa".

En þá er það spurningin um hversu mikill kvenmaður ég er - er ég það mikill kvenmaður að ég flokkist með lygahunda "stelpunum" eða er ég nógu góður vinur til að tekið sé mark á mér???

Baaah.. I'll plead the fifht!

3:27 PM  
Blogger Tryggvi said...

Hmm virðist sem margar stelpurnar séu að taka brandaran um að stelpur ljúgi persónulega.
sawry

9:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehe... ekkert svo persónulega... Þetta var samt náttúrulega ekkert nema ÁRÁS á heillindi mín þú SKÍTUGI DURGUR!!!

hehehe... róleg... róa sig... ahhhhhh

;-)

5:48 PM  

Post a Comment

<< Home