Tuesday, September 19, 2006

Vinna

Heh, ég eyddi fyrri hluta þessa dags í að keyra á milli bensínstöðva og áætla hversu erfitt það er að setja kortalesara á sjálfsalana. Gæti ég hafa verið meira grunsamlegri, keyrandi um á beyglaðri, skítugri drulsu á milli bensínstöðva að taka myndir af stöðvunum sjálfum og sjálfsölunum...

En þetta var nú ágætt, smá tilbreyting.

Í öðrum fréttum ég er mjög farinn að hallast að því að kapa mér nýjan(notaðan) bíl, Ford Focus.
Það er komið eitthvað auka hljóð í minn brummara og hann er nú orðinn ansi gamall.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ford FORD FORD FORD...

vííí... ekki samt jafnflottan og minn!

3:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hehe... ágætt að þetta væri vinnutengt... annars veit ég ekki alveg hvað ég ætti að halda um þig híhíhí

Amms.. aukahljóðið í bílnum gæti svosum verið hans síðasti svanasöngur.. það er spurning!?

4:15 PM  

Post a Comment

<< Home